Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 32

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 32
1. 2. 3. 4. 5. 6. Endurgjald af húsaleigu fyrir júní, júlí og ágúst 1962, fyrir sal þann, sem stefnandi hafði á leigu hjá stefnda Flutningur og breytingar á stað þann, sem stefnandi varð að flytjast á Tap á vinnulaunum fyrir september- mánuð og viku af október Auglýsingakostnaður Endurgjald á húsaleigu á húsnæði því, sem stefnandi varð að flytjast til frá 15. ágúst til 8. október 1962 Miskabætur Kr. 6,000,00 Kr. 18,927,89 Kr. 20,000,00 Kr. 601,60 Kr. 4,375,00 Kr. 40,000,00 Kr. 89,904,49 Var það stefnukrafan í málinu. Fyrsti liðurinn var óum- þrættur. Reikningar voru lagðir fram í málinu fyrir þann kostnað, sem nefndur er í lið 2. Þar af var einn reikning- ur fyrir flutningskostnað og var fjárhæð hans kr. 450,00. Því var haldið fram, að uppsögnin 31. júlí hefði leitt til þess, að stefnandi hafi haft mjög skamman tíma til þess að leita að hentugu húsnæði, þar sem kennsla hefði átt að hefjast 1. september. Hefði ekki tekizt að fá annað hús- næði hentugra en það, sem tekið hefði verið síðar á leigu. Liður nr. 3 var þannig skýrður, að allir eigendur stefnanda (sem var dansskóli), hefðu haft með höndum kennslu nemenda. Hefði verið búið að skrá 130 nemend- ur til náms 1 september og skólagjaldið átt að vera kr. 200,00 á mánuði fyrir hvern nemanda. Fjárhæðin (20,000,- 00) væri þannig fundin, að gert hefði verið ráð fyrir, að þrjátíu af hinum innrituðu nemendum hefðu ekki komið til námsins og að það hefði dregizt viku af september að hef ja kennsluna. Var því krafið um kennslugjald fyrir 100 nemendur í einn mánuð, þar sem kennsla hófst ekki í raun og veru fyrr en 8. október 1962. 116 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.