Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 37
kl. 20,00 til miðnættis, en að auki annan hvorn vinnudag frá kl. 14,00 til kl. 20,00. Sýknukrafa stefnda var studd þeim rökum, að samið hefði verið um, að stefnandi fengi fullt mánaðarkaup. Hafi það verið harla hagstæður samningur fyrir stefn- anda, þar sem mjög hafi á vantað, að hún ynni jafnmarg- ar klukkustundir og almennt hafi þurft að vinna fyrir mánaðarkaupi. Þessi samningur hafi verið í samræmi við það ákvæði 2. gr. kjarasamnings þess, sem fyrr hafi ver- ið rakin, en þar segi: „ .. . heimilt er þó að skipta vöktum á öðrum thna sólarhringsins. . .“ Verði það að teljast vaktavinna, sem stefnandi hafi unnið. Þótt svo hafi ekki verið, hafi samningur aðila verið gildur, þar sem hann hafi verið í samræmi við venju í veitingahúsinu. Hafi sú venja lengi tíðkazt og verið kunn þeim, er hlut áttu að máli. Það er fært fram til sönnunar á því, að um kaup stefnanda hafi verið samið, eins og haldið er fram, að hún hafi veitt kaupinu viðtöku athugasemdalaust. Þá var því til vara haldið fram af hálfu hins stefnda fyrirtækis, að stefnandi hefði glatað rétti sínum til að krefjast tímakaups með því að taka athugasemdalaust við mánaðarkaupi sínu allan starfstímann. Þannig reiknað taldi stefndi sig aðeins eiga eftir að greiða stefnanda kr. 1293,07. Dómur í málinu var á því reistur, að stefnandi hefði allan starfstíma sinn hjá hinu stefnda hlutafélagi tekið við mánaðarkaupi án fyrirvara um, að hún ætti rétt á kaupi skv. tímakaups-taxta. Samkvæmt réttarreglu, sem reist væri á fordæmi, leiddi þetta til þess, að stefnandi gæti ekki síðar krafizt tímakaups, nema talið yrði, að 7. gr. laga nr. 80/1938 ætti við. Reisa yrði dóm á því, að kaup stefnanda hafi verið í samræmi við það, sem venja væri að greiða á vinnustað hennar. Um þessa venju hefði stéttarfélag stefnanda mátt vita, en ekki hefði komið fram, að af hálfu stéttarfélagsins hefði verið hreyft athuga- semdum hér að lútandi, á meðan stefnandi hafi unnið hjá Tímarit lögfræðinga 121

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.