Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Qupperneq 37
kl. 20,00 til miðnættis, en að auki annan hvorn vinnudag frá kl. 14,00 til kl. 20,00. Sýknukrafa stefnda var studd þeim rökum, að samið hefði verið um, að stefnandi fengi fullt mánaðarkaup. Hafi það verið harla hagstæður samningur fyrir stefn- anda, þar sem mjög hafi á vantað, að hún ynni jafnmarg- ar klukkustundir og almennt hafi þurft að vinna fyrir mánaðarkaupi. Þessi samningur hafi verið í samræmi við það ákvæði 2. gr. kjarasamnings þess, sem fyrr hafi ver- ið rakin, en þar segi: „ .. . heimilt er þó að skipta vöktum á öðrum thna sólarhringsins. . .“ Verði það að teljast vaktavinna, sem stefnandi hafi unnið. Þótt svo hafi ekki verið, hafi samningur aðila verið gildur, þar sem hann hafi verið í samræmi við venju í veitingahúsinu. Hafi sú venja lengi tíðkazt og verið kunn þeim, er hlut áttu að máli. Það er fært fram til sönnunar á því, að um kaup stefnanda hafi verið samið, eins og haldið er fram, að hún hafi veitt kaupinu viðtöku athugasemdalaust. Þá var því til vara haldið fram af hálfu hins stefnda fyrirtækis, að stefnandi hefði glatað rétti sínum til að krefjast tímakaups með því að taka athugasemdalaust við mánaðarkaupi sínu allan starfstímann. Þannig reiknað taldi stefndi sig aðeins eiga eftir að greiða stefnanda kr. 1293,07. Dómur í málinu var á því reistur, að stefnandi hefði allan starfstíma sinn hjá hinu stefnda hlutafélagi tekið við mánaðarkaupi án fyrirvara um, að hún ætti rétt á kaupi skv. tímakaups-taxta. Samkvæmt réttarreglu, sem reist væri á fordæmi, leiddi þetta til þess, að stefnandi gæti ekki síðar krafizt tímakaups, nema talið yrði, að 7. gr. laga nr. 80/1938 ætti við. Reisa yrði dóm á því, að kaup stefnanda hafi verið í samræmi við það, sem venja væri að greiða á vinnustað hennar. Um þessa venju hefði stéttarfélag stefnanda mátt vita, en ekki hefði komið fram, að af hálfu stéttarfélagsins hefði verið hreyft athuga- semdum hér að lútandi, á meðan stefnandi hafi unnið hjá Tímarit lögfræðinga 121
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.