Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 39
skoða íbúðina betur og hafi þá sölumaðurinn einnig verið viðstaddur. Skýrði stefnandi svo frá, að nokkru síðar hafi sölumað- ur hans átt tal við stefnda M., sem þá hafi sagzt vera bú- inn að selja húsið. Hafi þá M. verið inntur eftir sölulaun- um, en án árangurs. M. lýsti því fyrir dómi, að hann hefði veitt stefnanda umboð til að selja umrædda fasteign, sem verið hefði sér- eign hans, skv. kaupmála milli þeirra hjóna M. og K. Þá viðurkenndi M., að komizt hefði á samband milli sín og V. fyrir milligöngu stefnanda eða fasteignasölu lians. Einnig viðurkenndi M., að stefndi K. hefði vitað um það, að stefnandi Iiefði eignina til sölu og hefði hún ekki haft neitt á móti því. Stefndi, M., skýrði hins vegar svo frá, að fasteignasala stefnanda hefði gefizt upp við að reyna að selja eignina og hafi hann þvi skömmu síðar veitt G. nokkrum einkaumboð til sölu hennar. Skýrði M. svo frá, að fasteignasölu stefnanda hefði eigi tekizt að koma samningum við V. endanlega á. Af öðrum vitnaskýrslum í málinu, var Ijóst, að samn- ingar fyrir milligöngu stefnanda, strönduðu aðallega á deilum milli kaupanda og seljanda um vexti, auk annarra atriða, og ennfremur er ljóst, að áðurnefndur G. gekk frá sölunni milli kaupanda og seljanda nokkrum dögum síð- ar. Við hinn munnlega flutning málsins upplýstist, að um- rædd fasteign hafði verið hjúskapareign stefnda M. 1 for- sendum dómsins segir svo: „Þegar virt er það, sem hér hefur verið rakið, um afskipti fasteignasölu stefnanda af væntanlegri sölu eignarinnar, viðræður um söluskilmála, svo og j)að, sem fram er komið um endanlega söluskil- mála, ])á þykir fasteignasala stefnanda hafa átt slíkan j)átt í að koma sölunni á, þótt ekki ætti hún þátt í endan- legurn samningaumleitunum og gengi ekki frá sölunni endanlega, að stefnandi eigi rétt á þóknun af þeim sökum. Stefndi M. fól einn fasteignasölu stefnanda að selja um- Tímarit lögfræðinga 123

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.