Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 45

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 45
Var því stefndi persónulega dæmdur til greiðslu stefnu- kröfunnar ásamt vöxtum og málskostnaði. (Dómur 15. desember 1965). Endurkrafa barnsmeðlags — fyrning. Bæjarsjóður K.-kaupstaðar höfðaði mál gegn E. til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 288,668,00 með 8% árs- vöxtum frá 1. janúar 1964 til greiðsludags auk málskostn- aðar að skaðlausu. Ennfremur krafðist stefnandi staðfest- ingar á kyrrsetningargerð, er gerð hafi verið í bifreið stefnda. Hina umstefndu skuld kvað stefnandi vera ógreiddar meðlagsskuldir, er stefnda hafi borið að greiða barnsmóð- ur sinni, vegna barna þeirra, á tímabilinu 1953 til 1963 að báðum árum meðtöldum. Hafi Tryggingastofnun ríkisins greitt barnsmóður stefnda meðlag þetta og síðar endur- krafið framfærslusveit stefnda, K.-kaupstað, um fé þetta, skv. 54. gr. framfærslulaganna nr. 80/1947. Stefna í umræddu máli var birt 27. júní 1964 og áður- nefnd kyrrsetningargerð fór fram 26. júní 1964. 1 reikningsyfirliti, sem stefnandi lagði fram í málinu, kom fram, að stefndi hafði greitt nokkurt meðlag á árun- um 1956, 1957 og 1958 og höfðu þær fjárhæðir verið dregnar frá, áður en stefnufjárhæð var ákveðin. Stefndi hafði látið sækja þing í máli þessu og látið leggja fram greinargerð. Síðan féll þingsókn niður af hans hálfu. I greinargerð stefnda gerði hann þær dómkröfur, að hann yrði aðeins dæmdur til að greiða slefnanda kr. 126,826,00 með 7% ársvöxtum frá 26. júní 1964 til 30. desember 1964 og 6% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags. Lækkunarkröfu sína byggði stefndi á því, að allar kröfur stefnanda, sem eldri væru en fjögurra ára, væru niðurfallnar vegna fyrningar. Hér væri um tímabilsgreiðsl- ur að ræða, meðlög, er fyrntust á fjórum árum. Að því er vaxtakröfu varðaði kvaðst stefndi miða við gildandi regl- ur. Tímarit lögfræðinga 129

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.