Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 47
lundið umrædda galla svo öruggt væri. Matsmennirnir iiöfðu verið beðnir um að bæta úr matinu að þessu leyti, en eigi gert það. Umrætt mál var því fellt niður á árinu 1962, en sama dag bað stefnandi í máli því, sem hér er reifað, um dómkvaðningu yfirmatsmanna, sem útnefndir voru án tafar. Því mati var eigi lokið, er mál það, sem Mr er reifað, var höfðað. Málið var þingfest þann 14. .narz 1963 og við þingfestinguna lagði stefnandi fram stefnu, en engin skjöl önnur. 1 stefnu sagði, að stefnufjár- .tiæðin væri ágizkunarupphæð, sem yrði leiðrétt, þegar yfirmatið væri fengið. Af hálfu stefnda í málinu var sótt þing, en stefnandi xékk frest á frest ofan allt til 22. október 1965, er viðkom- andi bæjarþingsdómari neitaði stefnanda um lengri frest að svo stöddu og gaf lögmanni stefnanda kost á að leggja fram sóknarskjöl í málinu fyrir 25. október s. á. Dómar- inn lét þess þá jafnframt getið, að ef lögmaðurinn yrði eigi við þessu mætti búast við því, að málið yrði tekið ex officio til dóms eða úrskurðar. Er málið var tekið fyrir þann 25. október 1965 lýsti lögmaður stefnanda því yfir, að nauðsynlegt væri fyrir hann að fá lengri frest, þar eð yfirmatsmenn hefðu ekki skilað niðurstöðu skv. áðurnefndri matsbeiðni frá 1962. Var þá í því þinghaldi ákveðið, að lögmaður stefnanda krefðist þess, að nýir matsmenn yrðu skipaðir og önnur skjöl, sem málinu tilheyrðu yrðu Iögð fram á næsta reglu- lega bæjarþingi. Var málinu síðan frestað með samþykki dómarans. Eftir þetta fékk lögmaður stefnanda síðan nokkra 'resti, en á reglulegu bæjarþingi þann 3. marz 1966, er nálið kom fyrir, neitaði dómarinn lögmanni stefnanda jm frekari frest að svo stöddu, þar eð engin skjöl höfðu ,’erið lögð fram og eigi lá fyrir, að beðið hefði verið um ítnefningu á nýjum matsmönnum. Málið var næst tekið fyrir þann 7. marz 1966 og fór lög- naður stefnanda þá enn fram á frekari frest, þar eð niður- Tímarit lögfræðinga 131

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.