Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 51
Ennfremur var krafizt staðfestingar á 1. veðrétti i liif- reiðinni R . .., til tryggingar skuldinni. Til vara var dómkröfum beint gegn áðurnefndum G. persónulega og gerðar sömu kröfur ó hendur honum og áðurnefndu fyrirtæki. Stefnandi málsins kvað hina umstefndu skuld vera eftirstöðvar af skuld skv. veðískuldabréfi, upphaflega að fjárhæð kr. 55,000,00, útg. af stefnda G. fyrir hönd hins stefnda fyrirtækis L. h.f., hinn 23. júlí 1964. Bréfið hafi verið gefið út til handhafa. Skuldin skyldi að fullu greidd hinn 20. febrúar 1965. Þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutil- raunir hafi eftirstöðvarnar kr. 14,000,00 ekki verið greidd- ar. Skuldin hafi verið tryggð með 1. veðrétti í áðurnefndri hifreið. Stefnandi í málinu sagði, að þar sem áritun á veð- skuldabréfið bæri með sér, að stefndi G. hefði skv. hluta- félagaskrá Reykjavíkur, ekki einn heimild til að skuld- hinda hið stefnda fyrirtæki, væri stefnukröfunni til vara beint gegn honum persónulega. Af hálfu stefndu var ekki sótt þing, né látið sækja þing, þótt þeim væri löglega stefnt og var málið því, skv. 118. gr. laga nr. 85/1936 skriflega flutt. I niðurstöðu dómsins segir, að eins og stefnandi taki fram í málsvaxtarlýsingu sinni, sé á veðskuldabréfinu at- hugasemd þinglýsingardómara um, að stefndi G. geti ekki skuldhundið stefnda L. h.f. einn, með undirskrift sinni. Samkvæmt því verði að hafna aðalkröfu stefnanda, á hendur L. h.f. og veðsetninguna á bifreiðinni verði að telja ógilda. Ilins vegar verði með tilvísun til 25. gr. laga nr. 7/1936 að fallast á varakröfu stefnanda, hvað fjár- kröfuna varði. Samkvæmt því var stefndi G. dæmdur til þess að greiða stefnukröfuna eins og hún var gerð í stefnu, en stefndi L. h.f. sýknaður, og krafa stefnanda um viður- kenningu veðréttar hafnað. (Dómur hæjarþings Reykjavíkur 16. marz 1966). Tímarit lögfræðinga 135

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.