Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 66

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 66
Aður var háskólaráð skipað rektor, forsetum deildanna og einum stúdent, tilnefndum af stúdentaráði. Hann skyldi þó því aðeins kalla til, að um væri að ræða mál, er varð- aði stúdenta almennt, og málfrelsi hafði hann og atkvæð- isrétt. Samkv. 3. gr. nýju laganna, eiga sæti í háskólaráði: „rektor, forsetar háskóladeildanna, tveir fulltrúar stúd- enta, tilnefndir af stúdentaráði, og einn fulltrúi, sem til- nefndur er á almennum félagsfundi í félagi háskólakenn- ara úr hópi þeirra félagsmanna, sem ekki ern kjörgengir til starfa deildarforseta. Háskólaritari á einnig sæti á fundum ráðsins og hefur þar málfrelsi og tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt. Rektor er forseti ráðsins, en varafor- seta og ritara kýs ráðið úr hópi deildarforseta til eins árs í senn. Samkv. þessu eiga sæti í háskólaráði alls 11 menn, þ. e. rektor, 6 deildarfoi’setar (pi’ófessorar), 3 stúdentar og einn kennari ntan hóps prófessora. Ljóst er af þessurn ákvæðum, að stjórn Háskólans hefur færzt í hendur stúd- enta að nokki’u, og að því er ég ætla, mun nxeira en að minnsta kosti víðast annars staðar. Mun sumum þar þykja ofgert, en öðrum vangert. Sama er að segja um rektors- kjör, er áður var í höndum pi’ófessora einna. Ákvæði um það efni er nú í 2. gr. nýju laganna og er á þessa leið: „Rektor er kjörinn til þriggja ára í senn, og eru prófessoi’- ar einir kjörgengir. Atkvæðisi’étt eiga prófessoi-ar og aðrir þeir, sem fastráðnir eru til fulls kennslustarfs. Þá eiga at- kvæðisrétt fulltrúar stúdenta í háskólai'áði og einn full- trúi stúdenta á fundum háskóladeilda eftir ákvörðun aðal- fnnda í viðkomandi deildarfélagi slúdenta, svo og formað- ur Stúdentaráðs Háskóla lslands“. Ákvæðið um vei’ksvið rektors og háskólaritara er nokk- uð breytt. Með sívaxandi stúdentafjölda, fjölgandi náms- greinum og í’annsóknarstofnunum, stöðugum bygginga- framkvæmdum og rneiri viðskiptum við ei’lenda háskóla og stofnanir, er rektoi’sembættið gei’samlega ofviða ein- um manni, nema því aðeins, að verulegur hluti stjórnar 150 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.