Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 6
Valgarður og Drífa ung í föðurhúsum. Er mikill harmur að þeim kveðinn við hin óvæntu veikindi Gunnars og fráfall á góðum aldri, en vinir hans og starfs- félagar votta þeim samúð sína. Það sækir raunar á huga minn, að ekki hefði langvarandi sjúkdómsstríð og heilsutjón hæft persónuleika Gunnars, sem öðru fremur einkenndist af starfsfjöri og lífsþrótti. Baldur Möller JÓHANN J. RAGNARSSON Jóhann J. Ragnarsson hæstaréttarlögmaður andaðist hinn 23. september 1973. Dánarfregn- in kom mjög óvænt. Jóhann hafði að vísu um árabil átt við vanheilsu að stríða, en kunni vel að leyna því, að hann gekk ekki heill til skógar. Jóhann var fæddur 21. febrúar 1934 á Flat- eyri við Önundarfjörð. Hann var sonur hjónanna Margrétar Jónsdóttur og Ragnars Jakobssonar, sem lengi var umsvifamikill atvinnurekandi á Flateyri. Jóhann stundaði nám í Verslunarskóla islands og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1955. Hann settist síðan í lagadeild Háskóla Islands og lauk þaðan embættisprófi vorið 1960. Hóf hann lögmannsstörf þegar að loknu prófi, fyrst hjá lögmönnunum Eyjólfi K. Jónssyni og Jóni Magnússyni, en stofnaði eigin málflutnings- skrifstofu hinn 1. nóvember 1962 og rak hana til dánardags. Jóhann varð héraðsdómslögmaður 14. júní 1961 og hæstaréttarlögmaður 31. janúar 1968. Ég kynntist Jóhanni haustið 1951, þegar ég hóf nám í Verslunarskóla ís- lands. Hann starfaði þá þegar mikið að félagsmálum og stjórnmálum og var formaður Nemendafélags Verslunarskólans. Það mátti öllum Ijóst vera, sem Jóhanni kynntust, að þar fór enginn meðalmaður, þótt ekki sæktist hann eftir að vekja á sér athygli. Hann var með afbrigðum hreinskiptinn og skorinorður, fastur fyrir og dugnaður hans var dæmafár. Það fór og svo, að honum voru falin mörg trúnaðarstörf. Hann var t. d. formaður Orators, félags laganema, 1958—1959, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1971—1972, sat í skólanefnd Verslunarskóla islands í nokkur ár, átti um skeið sæti í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, og var um tíma varaformaður sambandsins. Þótt hugur Jóhanns hneigðist snemma til stjórnmálaafskipta, fór þó svo, að ferill hans á þeim vettvangi varð skemmri en ætla hefði mátt, því að þegar á háskólaárunum kenndi hann alvarlegs sjúkdóms og varð að ætla sér af. Hefur það ekki verið Jóhanni auðgert að taka þá kvörðun, slíkur dugnaðar- maður sem hann var. Jóhann kaus að helga sig starfi sínu óskiptur, frá því að hann lauk námi. Hygg ég, að hann hafi haft mikla ánægju af starfi sínu. Hann var hamhleypa 4

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.