Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Page 17
í rétt lögð, á sókn sakar og réttarkröfur að hlýða, til sakar að svara
og dóm að þola í framangi-einda átt“, hann hugsar eflaust oft á þá leið,
að þetta sé utan og ofan við sinn skilning, utan við sinn sjóndeildar-
hring, og því þjóni það engum tilgangi að mæta. Hér má minna á þann
fjölda einkamála, þar sem stefndi mætir ekki, þó að ýmsum vörnum
hefði mátt við koma. Þessi að mínum dómi óeðlilegu og stífu sam-
skipti milli dómara og aðila eða vitna, eru hugsanlega yfirfærð á lög-
menn og lögfræðinga, því að allt er þetta lögfræði. Þannig má ætla,
að viss hópur manna sé í varnarstöðu gagnvart lögfræði og lögfræð-
ingum og óski ekki eftir ýkja nánum samskiptum við þá.
í þriðja lagi var nefndur sá möguleikí, að almenningur hafi van-
traust á lögfræðingum. Sé svo, leitar fólk að sjálfsögðu ekki á náðir
þeirra, nema af illri nauðsyn. Ekki skal ég um það dæma, hvort slíks
vantrausts gætir að ráði, en auðvitað er meðal lögfræðinga sem ann-
ars staðar misjafn sauður í mörgu fé, og oft þarf ekki mikið útaf að
bera, til að setja blett á allan hópinn. En seinagangur í meðferð dóms-
mála á án efa stóran þátt í tregðu fólks til að leita lögfræðiaðstoðar.
Sú staðreynd er einnig kunn, að margir lögmenn eru mjög önnum
kafnir, og slíkum mönnum hættir á stundum til að taka að sér fleiri
verkefni en þeir geta með góðu móti sinnt.
í hvers þágu starfa lögfræðingar?
Sú spurning hlýtur einnig að vakna, hvort lögfræðingar kæra sig
yfirleitt um of mikil samskipti við hinn almenna borgara, hvort þeir
kjósa ekki fremur að starfa í þágu ýmissa annarra aðila í þjóðfélaginu.
Prófessor dr. jur. Ole Krarup skrifaði fyrir nokkru grein í danska
blaðið Politiken, sem hann nefndi „Retfærdighedens sociale slagside".
Þar telur hann, að 90% af starfandi lögmönnum í Danmörku noti 90%
af vinnutíma sínum til þess að þjóna 10% þjóðarinnar, þ. e. a. s. at-
vinnurekendum og fjármálaspekúlöntu'm. Og síðan spyr hann: „Hvern-
ig í ósköpunum fara háskólarnir að því að umturna hugsun fólks svo
rækilega, að lögfræðingar geta lifað í trú á jafnrétti, frelsi og pólitískt
hlutleysi, á sama tíma og þeir stuðla að ójafnrétti, ófrelsi og pólitísku
óréttlæti í starfi sínu?“ Síðar í grein sinni lætur próf. Ole Krarup að
því liggja, að starf danskra lögmanna felist í því að vernda hagsmuni
hinna sterku gegn hagsmunum hinna veiku, þ. e. a. s. hagsmuni at-
vinnurekenda gegn verkamönnum og hagsmuni viðskiptalífsins gegn
neytendum. Sé þetta mat prófessorsins á rökum reist, hlýtur að vakna
sú spurning, hvort svipað sé uppi á teningnum hér á landi. Ef frá eru
taldir þeir lögfræðingar, sem starfa hjá því opinbera, má ætla, að
15