Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 25
Frá Lögfræöingafélagi íslaitds SKÝRSLA UM STÖRF LÖGFRÆÐINGAFÉLAGSINS 1972—1973 SíSasta starfsár Lögfræðingafélagsins var frá aðalfundi 14. desember 1972 til aðalfundar 13. desember 1973. Stjórnarmenn og aðrir sýslunarmenn fé- lagsins, sem kjörnir voru á aðalfundinum 1972, eru taldir í 1. hefti Tímarits lögfræðinga 1973. í 2. hefti er getið um samninganefnd, sem kosin var á fundi 12. júní til að fjalla um kjaramál lögfræðinga í ríkisþjónustu. Nokkur önnur atriði úr skýrslu þeirri, sem lögð var fram á aðalfundi 1973, skulu nú rakin: 1. Kjaramál. Afskipti félagsins af kjaramálum hafa á starfsárinu eingöngu varðað kjara- mál ríkisstarfsmanna. Með I. nr. 46/1973 um kjarasamninga opinberra starfs- manna var heimilað, að fjármálaráðherra viðurkenndi heildarsamtök ríkis- starfsmanna til að fara með fyrirsvar þeirra við gerð kjarasamninga. Viður- kenning fékkst síðan fyrir Bandalag háskólamanna. Skv. því mun banda- lagið vinna að gerð aðalkjarasamnings, en Lögfræðingafélagið síðan að gerð sérsamninga skv. 6. gr. laganna, þ. e. samninga um „skipan starfs- heita og manna í launaflokka, sérákvæði um vinnutíma, ef um sérstakar að- stæður er að ræða, fæðisaðstöðu og fæðiskostnað, svo og önnur kjara- atriði, sem aðalkjarasamningur tekur ekki til og eigi eru lögbundin" eins og segir í lögunum. Á fundi félagsmanna í ríkisþjónustu 12. júní s. I. var um þessi mál rætt og kosin sérstök samninganefnd sem fyrr segir. BHM sagði upp samningum við ríkið og setti fram kröfur í ágústlok. Hefur verið unnið að þessum málum um langt skeið, einkum innan BHM, en stjórn og samninga- nefnd lögfræðingafélagsins, svo og fulltrúar félagsins f fulltrúaráði BHM, hafa fjallað um ýmis atriði. 2. Félagsfundir. Alls voru 8 félagsfundir á starfsárinu, þar af var einn eingöngu fyrir ríkis- starfsmenn. Fræðafundir voru alls 5. Umræðuefni, fyrirlesarar og fundardagar voru sem hér segir: Eru fóstureyðingar réttlætanlegar? (Hjördís Hákonardóttir) 22. janúar. Þróun félagaréttar (Páll Skúlason, Hjörtur Torfason) 26. febrúar. Dómstólar og fjölmiðlar (Þórður Björnsson) 4. apríl. Lögfræðiaðstoð án endurgjalds (Gunnar Eydal) 3. maí. 23

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.