Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Page 30
inganna, sérstaklega hvernig einstaka gjaldliðir varðandi Tímarit lögfræðinga eru færðir í reikninga félagsins, án þess að fullkomin grein sé gerð fyrir fjármálum tímaritsins á aðalfundi. Var það mál manna, að rétt væri að leggja fram á aðalfundi sérstaka heildarreikninga tímaritsins. Til máls tóku: Björn Þ. Guðmundsson, Bjarni K. Bjarnason, Þorvaldur Grétar Einarsson, Ólafur W. Stefánsson og Ragnar Aðalsteinsson, auk stjórn- armanna. Fór þá fram stjórnarkjör. Af fráfarandi stjórnarmönnum gáfu þeir Knútur Bruun og Hrafn Bragason ekki kost á sér til endurkjörs. Þá gáfu Biarni K. Bjarnason og Hallvarður Einvarðsson ekki kost á sér til endurkjörs í fulltrúa- ráð BHM. Þessir hlutu kosningu: Þór Vilhjálmsson var endurkjörinn formaður og Jónatan Þórmundsson endurkjörinn varaformaður. Aðrir í stjórn voru kjörn- ir: Hjalti Zóphóníasson, Stefán Már Stefánsson, Skúli Pálsson, Othar Örn Petersen og Þorvaldur Grétar Einarsson. i varastjórn voru kjörin: Magnús Thoroddsen, Þórir Oddsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Snjó- laug Briem, Knútur Bruun og Jón Ólafsson. Endurskoðendur voru kosnir: Ragnar Ólafsson og Árni Björnsson. Til vara: Helgi V. Jónsson og Sigurður Baldursson. i fulltrúaráð BHM voru kosnir: Ragnar Aðalsteinsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Til vara: Þorleifur Pálsson, Bjarni K. Bjarnason og Hall- varður Einvarðsson. Þá var lögð fram tillaga til breytinga á lögum félagsins, en hún er í því fólgin, að stofnuð verði sérstök kjaramáladeild ríkisstarfsmanna innan félags- ins. Formaður gerði grein fyrir þessum breytingum og gat þess, að líklega yrði í framtíðinni að breyta skipulagi félagsins, þannig að það verði fremur bandalag ýmissa sérfélaga lögfræðinga en féiag með beinni aðild félags- manna. Þar sem ekki sóttu nægilega margir aðalfund þennan, svo að hann mætti breyta lögum, var honum frestað. Hrafn Bragason 28

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.