Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 4
Kandidatar Allir lögfræSingar 1968—72 1968 1971 Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Dómarar 27 24 101 21 107 20 Stjórnsýslumenn 29 26 100 20 113 21 Lögmenn 27 24 116 24 129 25 í atvinnulífinu 13 12 89 18 87 17 Aðrir 16 14 85 17 87 17 112 100 491 100 523 100 Frá tölfræðilegu sjónarmiSi má ýmislegt að þessum tölum finna, og ber að minna á, að erfitt er að vita með vissu um atvinnu sumra lögfræðinga og einn maður getur breytt talsverðu, einkum í dálkinum um kandidata 1968—1972. Engu að síður virðist heimilt að draga af tölunum vissar ályktanir. Þær benda til þess, að embætti og önnur störf við hin venjubundnu lögfræðingaverkefni séu enn svo mörg og að þeim fjölgi svo mjög, að tiltölulega jafnmargir lög- fræðingar og áður var fái atvinnu við þau. Er þetta athyglisvert, því að fjölgun er veruleg í stéttinni og í stjórnsýslustörfum gætir vaxandi samkeppni frá við- skiptafræðingum, hagfræðingum og fleiri menntamannahópum. Er því óvænt sú niðurstaða, að tiltölulega fleiri ungir lögfræðingar frá viðmiðunarárunum 1968—1972 vinna við stjórnsýslu en fyrr var. Líklega er skýringin sú, að mikill fjölgun hafi orðið á stöðum hjá opinberum stofnunum, þó að það hafi ekki verið kannað. Þessi niðurstaða er ekki í samræmi við spár um atvinnuerfið- leika lögfræðinga. Óvænt og jafnvel nokkuð uggvænlegt er aftur á móti, að tiltölulega færri kandidatar frá 1968—1972 sýnast vera við störf í atvinnu- lífinu en áður var. Að sjálfsögðu er ekkert við það að athuga, að lögfræðingar fái vinnu við dómstörf, stjórnsýslu og málflutning, en tiltöluleg fækkun í störf- um f atvinnulífinu veldur áhyggjum vegna þess, að þar mætti ætla, að væri góður vinnumarkaður fyrir lögfræðinga í framtíðinni. Ef aðrir hópar háskóla- borgara eru þegar teknir að þoka lögfræðingum aftur fyrir sig á þessu sviði, er hugsanlegt, að svo verði í enn meira mæli á næstu árum. í þriðja lagi má minna á, að glögglega kemur fram í Lögfræðingatalinu, hve mjög konum hefur fjölgað í stéttinni á síðustu árum. Segir í inngangi, að í lögfræðingatalinu 1950 hafi 2 konur verið taldar, í lögfræðingatalinu 1963 hafi þær verið orðnar 5, en í hinni nýju útgáfu séu þær 30. Meðal 112 kandi- data 1968—1972 voru 14 konur. Er þetta ánægjuleg þróun og bendir til breyttra viðhorfa. Loks sýnir athugun á kandidatalistanum 1968—1972, að 87 eða 78% úr hópnum búa á höfuðborgarsvæðinu. Hinn 1. september 1971 voru 81% ís- lenskra lögfræðinga búsettir á þessum hluta landsins. Kandidatalistinn ber einnig með sér, að annars staðar hér á landi búa nú 20 (18%), en erlendis 5 (4%) úr þessum 112 manna hópi. Samsvarandi tölur 1971 voru 15% og 4%. Vegna þess, hve kandidatarnir eru fáir, verður þó varla ráðið af þessum tölum, að ungir lögfræðingar leiti nú meira út á land en áður. Þór Vilhjálmsson. 142

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.