Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 6
félaga í Kaupmannahöfn, en 1958 tókst hann á hendur forstjórn Samvinnu- trygginga og Iíftryggingafélagsins Andvöku. Var það Ásgeiri nýr stafsvett- vangur, nokkuð sérhæfður og sérstaks eðlis. Hann lagði sig allan fram um að kynnast tryggingastarfsemi og var skyggn á ýmis úrræði og nýjar leiðir á því sviði. Heyrði ég innlenda og erlenda tryggingamenn fara lofsamlegum orðum um þekkingu hans á þeim málum og dugnað. Forstjórastarfinu gegndi hann til 1974, og er það mikilvægasti þátturinn á starfsferli hans. Árið 1974 tók hann við forstjórastarfi hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Kom hann þar enn að nýjum verkefnum, og gegnir því ekki síður, er hann á árinu 1975 gerðist forstjóri íslenzka járnblendifélagsins. Greinir gerr frá störfum hans í nýút- komnu lögfræðingatali. Starfsvangur Ásgeirs og allur starfsferill var glæsilegur og sennilega fjöl- þættari en hjá nokkrum öðrum lögfræðingi á þessari öld, þegar litið er til aldurs hans og þess, hve mikilvægt hvert einstakt starf var, er hann rækti. f starfsvali koma fram ýmis auðkenni á gáfum og í persónuleika hans, fyrst og fremst hve fjölhæfur hann var, fljótur að átta sig á verkefnum og hversu rétt væri að grípa á þeim og jafnframt hversu ódeigur hann var og kjarkmikill að troða nýjar slóðir. Stöðnun og kyrrstaða var fjarri skapgerð hans, slíkur bjartsýnis- og atorkumaður sem hann var. Honum var lagin stjórn- un og menn löðuðust að honum, enda var hann einstaklega geðfelldur og alúðlegur, en þó einarður og einbeittur. Að öllu atgervi var hann hið mesta glæsimenni, með hæstu mönnum og hafði allan vöxt, svipurinn hreinn, fram- koman hlý og aðlaðandi. Hann var maður traustleika, vöndugleika og vinnu- semi, maður fornra dyggða um siðferðislega kjölfestu, en þó nýtízkulegur um öll vinnubrögð og starfstækni. Ásgeir var mikill félagsmálamaður, og nutu m.a. Rotary-hreyfingin og Frí- múrarareglan starfskrafta hans, svo og Þjóðkirkjan. Vegna vinsælda sinna og starfshæfni var hann mjög eftirsóttur til trúnaðarstarfa innan félagasamtaka, og má vera, að hann hafi eigi ávallt ætlað sér af, starfsdagur orðið lengri en skyldi og gengið á hvíldarstundir. Slíkt er sígild saga um ósérhlífna menn. Ég hika ekki við að telja Ásgeir gæfumann. Hann átti til ágætra foreldra að telja og ættmenna annarra, og stóðu ættir hans víða um Skaftafellsþing. Hann var kvæntur Guðfinnu Ingvarsdóttur, ágætri konu, og eiga þau þrjú efni- lea börn. Var heimili þeirra glæsilegt og þau hjón samhent um gestrisni. í byrjun júní s.l. urðum við Ásgeir samferða í flugvél frá Bandaríkjunum. Þótti mér vænt um að sjá þennan góðvin minn á hinum mikla Kennedy-flug- velli og njóta samfylgdar hans heim. Kom víða niður umræða okkar. Verða mér þessir samfundir ávallt hugstæðir og sá ylur, sem leggur af minningunni um bjartsýni Ásgeirs á framtíð íslenzkrar þjóðar. Hann var vissuleqa ein af hinum traustu stoðum undir lífshæfu og gróandi þjóðlífi. Víst varðar mest til allra orða, að íslenzkt þjóðfélag hafi mörgum slíkum mönnum á að skipa sem honum, gáfuðum, velviljuðum og atokusömum drengskaparmönnum. Blessuð sé minning mæts manns. Ármann Snævarr. 144

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.