Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 11
right to oblivion), sbr. Ármann Snævarr, Almenn lögfræði (3. útg. 1972), bls. 148, og Hrd. XLVI, bls. 578. Virðist svipuð leið farin í mörgum nágrannalöndum okkar, sbr. Straffelovrádets betænkning nr. 601/1971, bls. 40—43, Johs. Andenæs, „Privatlivets fred“, Avhand- linger og foredrag, bls. 396—98, og A. Vinding Kruse, „Privatlivets fred“, Tímarit lögfræðinga, 2. hefti 1970, einkum bls. 121—129. Regla þessi er afar óljós að efni og umtaki og byggist á erfiðu hagsmuna- mati dómstóla hverju sinni. Málssókn lýtur yfirleitt að því að fá lagt lögbann við birtingu upplýsinga um einkamál eða flutningi verks, er byggist á slíkum upplýsingum. Miskabætur koma þá ekki til greina skv. 264. gr. alm. hgl., nema meingerð sé drýgð af illfýsi. Hrd. XXXIX, 1007. Tveir aðilar tóku að sér að ritstýra læknatali, er gefa skyldi út. Sendu þeir læknum eyðublað til útfyllingar, þar sem óskað var upplýsinga um böm þeirra, þ. á m. að getið yrði kynforeldra kjörbarns. Til- tekinn læknir hafði ættleitt barn. A eyðublaðinu gat hann þess, að barnið væri kjörbarn, en svaraði því eigi, hverjir væru foreldrar þess. Ritstjórarnir öfluðu sér þá upplýsinga úr þjóðskrá um það atriði og munu hafa ætlað að birta. Læknirinn fékk lagt lögbann við því, að upplýsingar um upphaflega foreldra kjörbarnsins yrðu birtar í ritinu. Dæmt var, að samkvæmt grunnreglum laga um þagnarvernd einkalífs ætti læknirinn rétt á því að nöfn kynforeldra barnsins yrðu ekki birt í ritinu. Var lögbannið því staðfest. Rt. 1952, 1217. I dómi Hæstaréttar Noregs frá 1952 var lifandi fyrirmynd úr gömlu, þekktu morðmáli notuð við gerð kvikmyndar, To mistenkelige personer. Efnið var sótt í morð, er tveir menn frömdu 1926. Eftir ævintýralegan flótta stytti annar sér aldur, en hinn, ungur að árum, var dæmdur í ævilangt fang- elsi. Áður en kvikmyndatakan hófst, hafði hann verið náðaður, var kominn i atvinnu og búinn að stofna heimili. Hann höfðaði mál gegn kvikmyndafélag- inu og krafðist banns við sýningu myndarinnar. I myndinni var ungi maður- inn látinn vera saklaus. En hann óskaði þess engu að síður eð fá að vera í friði fyrir upprifjun á fortíð sinni. Hæstiréttur féllst á þá kröfu og byggði bannið á óskráðri grundvallarreglu norsks réttar um persónuvernd. III. Þörf refsiverndar í tækniþjóðfélagi nútímans. 1) Á alm. hgl. nr. 19/1940 hafa ekki verið gerðar aðrar breytingar en þær, að bætt var við nýju ákvæði í 233. gr. a. með 1. nr. 96/1973, og 1. mgr. 232. gr. var breytt nokkuð með 1. nr. 16/1976. Hins végar hafa verið gerðar margvíslegar breytingar í nágrannalöndum okkar. Breytingar þessar hafa allar gengið í þá átt að auka refsiverndina og fjölga refsiákvæðum. í nútímaþjóðfélögum hefur á ýmsan hátt verið gengið inn á hefðbundið svið heimilis- og persónuhelgi, m.a. með alls konar skýrslugerð og frásögnum fjölmiðla af viðkvæmum vandamálum manna. Á þeim tímum, er prentfrelsisákvæði voru fyrst mótuð eftir harða baráttu, áttu blaðaútgefendur og einstaklingar í vök að verjast 149

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.