Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 16
er þó háð kröfu af hendi þess, sem misgert var við, ella yrði máli vísað frá dómi, sbr. 1. mgr. 23. gr. 1. nr. 74/1974. Hinni venjulegu skilyrðislausu opinberu ákæru í refsimálum, sbr. 24. gr. alm. hgl., sæta aðeins brot gegn 233. og 233. gr. a. VII. Brot gegn bréfleynd. 1) Skv. 66. gr. stjórnarskrárinnar má ekki kyrrsetja bréf og önnur skjöl og rannsaka þau nema eftir dómsúrskurði eða eftir sérstakri lagaheimild, sbr. ákvæði um póstleynd í 6. gr. póstlaga nr. 31/1940 og um undanþágur frá henni í nauðsynjatilvikum. Ákvæði 44. gr. 1. nr. 74/1974 heimilar með nánar tilteknum skilyrðum bréfaskoðun vegna rannsóknar opinberra mála, sbr. Hrd. XLIV, bls. 1013. Almennt refsiákvæði um brot gegn bréfleynd er í 228. gr. alm. hgl. Sérákvæði er í 137. gr. alm. hgl. (brot í opinberu starfi). 2) I hgl. 1869 var ákvæði um brot gegn bréfleynd í 224. gr., þ.e. í 21. kap. um ærumeiðingar. I ákvæðinu sagði þetta eitt: Sömu hegningu skal sá sæta, sem heimildarlaust hnýsist í bréf annars manns. 3) Andlag brots eftir 228. gr. er nú mun víðtækara en var eftir eldri lögum: bréf, skjöl, dagbækur eða önnur slík gögn, sem hafa að geyma upplýsingar um einkamál annars manns. Síðasti liðurinn skipt- ir mestu máli, því að hinir fyrri eru nefndir í dæmaskyni. Andlagið getur því verið hvers konar gögn með upplýsingum um einkamál ann- arra. I 3. mgr. er auk þess talað um hirzlur (skúffa, taska, bréfa- mappa). Það er því dálítið villandi að kenna brotið við bréfleynd. Ekki er andlag bundið við gögn með leturtáknum. Ljósmyndir, teikningar og hljóðritanir geta talizt andlag brots. Hins vegar tekur ákvæðið ekki beinlínis til hlerunar símtala eða annaira samtala. I dönskum dómi, U 1940, bls. 156, var ákvæðinu beitt með lögjöfnun um hlerun símtala með leynilegum tilfæringum við símakerfið. Lögjöfnun þessi er umdeilanleg, sbr. Straffelovrádets betænkning nr. 601/1971, bls. 27. Hurwitz telur lögjöfnun hæpna, ef hlustun á sér stað með þeim hætti, að gerandi kemst af hendingu inn á ranga línu og hlustar á sam- tal eða liggur á hleri í sameiginlegu símakerfi (sveitasíma), sbr. Speciel del, bls. 298. Um skýringu á hugtakinu einkamál er vísað til IX. kafla varðandi sambærilegt hugtak í 229. gr. 4) Verknaður eftir 1. mgr. 228. gr. er fólginn í því að hnýsast heirn ildarlaust í áðurnefnd einkagögn. Sama máli gegnir um hirzlur í 3. mgr. Samþykki, neyðarréttur eða óbeðinn erindrekstur mundu leysa 154

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.