Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 20
ind“) hefur verið skýrt þannig, að yfirvinna þurfi nokkra líkamlega mótstöðu, sbr. Hurwitz, Speciel del, bls. 308. Athafnir, sem kosta líkamlega fyrirhöfn, eins og að brjóta upp hurð, mölva rúðu, klifra inn um glugga eða ryðja mönnum úr vegi, falla vafalaust undir þessa lýsingu, en síður sú háttsemi að laumast inn um ólæstar dyr. Nokkur ástæða kann þó að vera til að gera greinarmun á, hvers konar stað leitað er inn í. Ef til vill má draga úr kröfunni um líkamlega mót- stöðu, þegar um einkahíbýli (íbúðarhúsnæði) er að ræða, sbr. Straffe- lovrádets betænkning nr. 601/1971, bls. 34. Þegar brotið lýtur að einka- herbergjum, íbúðum eða einbýlishúsum, má telja það nægilegt skv. 231. gr., að maður hafi laumazt inn á þessa staði án þess að eiga lög- mætt erindi, jafnvel þótt um opnar dyr sé gengið. Sama máli gegnir, hafi hann komizt inn á fÖlskum forsendum, vitandi að nærveru hans er ekki óskað, t.d. einkaspæjari eða blaðamaður, sem segist vera frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur að athuga leiðslur. Einnig verður að hafa í huga, að ákvæði lögreglusamþykkta taka ekki til athafna af þessu tagi. Fari maður aftur á móti án launungar og valdbeitingar inn á þessa staði, kemur 231. gr. tæpast til álita, nema komumaður þráist við að fara burt, þegar á hann er skorað að gera það, sbr. og 13. gr. áður- nefndrar lögreglusamþykktar um komu manna í söluerindum. Krafan um að yfirvinna líkamlega mótstöðu virðist hins vegar í fullu gildi varðandi annars konar húsnæði og mannvirki, t.d. kjallara- geymslu, háaloft, útihús, bílskúr, verkstæði, vörugeymslu, hús í byggingu og sennilega farartæki yfirleitt. Verður að ætlast til, að þessir staðir séu þannig frá gengnir (lokaðir eða læstir), að hver sem er geti ekki fyrirhafnarlaust farið inn. Þetta eru staðir, sem eingöngu eigandi eða annar rétthafi hefur heimild til að ganga um, nerna þeir veiti leyfi til annars. Ef maður lætur fyrirberast í opn- um bíl eða á opnum stöðum á skipi (í björgunarbáti), er hæpið, að 231. gr. taki til þess hátternis, sbr. 19. gr. lögreglusamþykktar nr. 2/1930 um heimild til að banna óviðkomandi mönnum umferð út í skip í höfn. í málinu Hrd. XXVII, bls. 354, ruddust tveir hinna ákærðu inn í verzlun að næturlagi, um leið og eigandi hennar ýtti félaga þeirra út, og beitti annar þeirra eigandann ofbeldi þá strax. Slík aðferð full- nægir auðvitað skilyrðum 231. gr. Stigagangar í f jölbýlishúsum, hjólhesta- og barnavagnageymslur og garðar umhverfis hús eru aftur á móti svo aðgengileg hverjum sem er, að rétt sýnist að halda þeim utan fyrri verknaðarliðar 231. gr., enda nær 13. gr. lögreglusamþykktarinnar að líkindum til allra þessara staða. Séu spjöll unnin til að komast inn, garðshlið t.d. brotið, kemur 231. 158

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.