Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 24
vera um atburði eins og fæðingu og dauða, sem færðir eru í opinberar skýrslur. Gunnar Thoroddsen hallast að því, að opinber frásögn af þeim sé ekki brot gegn 229. gr., sbr. Förhandlingarna á det 22. nordiska juristmötet 1960, Bilaga I, bls. 23—24. Má fallast á það, ef einungis er sagt frá þessum atburðum sem slíkum. Ef jafnframt kemur fram, að barn sé laungetið, að foreldrar séu ógiftir eða ókunnugt sé um föð- ur eða að dauðsfall verði rakið til sjálfsmorðs, horfir málið öðruvísi við, sbr. einnig Gunnar Thoroddsen í sama riti. Þegar um er að ræða f jármál manna, f járhag, atvinnumál og skatta- mál hefur þjóðfélagið mun ríkari hagsmuni af því, að slík mál séu rædd opinberlega. Sama má segja um starfshæfni manna og vinnuafköst. Vafalaust er, að slík atriði geta talizt til einkamálefna, þótt þau séu ekki sérstaklega aðgreind í íslenzku hegningarlögunum eins og var í þeim dönsku, með orðunum „andre privatlivet tilhorende forhold“. Frá- sögn um, að maður sé eignalaus, hafi ekki hæfileika til að gegna stöðu, greiði vinnukonuútsvar og annað þess háttar, getur eftir atvikum verið brot á friðhelgi einkalífs eða æru. Hér skiptir miklu máli fyrir- varinn um, að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn. í Hrd. XXX, bls. 169, var aðvörun til almennings um galla á þvotta- efni ekki talin einkamálefni fyrirtækis eða stjórnenda þess (héraðs- dómur). Nafnleynd rithöfundar er talin varin af þessu ákvæði, sbr. Hurwitz, Speciel del, bls. 805. Að öðru leyti telst nafn manns eða mynd ekki til einkamálefna í skilningi 229. gr., nema eitthvað fleira komi til, svo sem frásögn af sjálfsmorðstilraun. Birting myndar eða nafns í óleyfi þarf því ekki að vera refsiverð, sbr. Hrd. XLVI, bls. 578. 3) Opinber telst frásögn í fyrsta lagi, ef hún birtist í fjölmiðlum (blöðum, tímaritum, útvarpi, sjónvarpi) eða á almennum, opnum fundi. Þar fyrir utan kann að vera nokkur vafi á ferðum. Þá skiptir máli, hvort vitneskja er aðeins birt mönnum, sem upplýsingagjafi er kunn- ugur fyrir eða stendur í sambandi við, t.d. innan sama hagsmuna- félags, sbr. U 1915, bls. 347, eða hún er birt hverjum, sem hafa vill, t.d. á dreifimiðum á götum úti. Stærð hópsins og innbyrðis tengsl manna í honum geta haft sitt að segja. Þótt fundur sé lokaður, kann að vera slíkt fjölmenni á honum, að frásögn teljist opinber. Frásögn mundi hins végar tæpast talin opinber á lokuðum flokksráðsfundi stjórnmálaflokks og jafnvel ekki á almennum, opnum fundi í mjög þröngum hring, fámennu stéttarfélagi eða flokksbroti, nema frétta- mönnum sé boðið á fundinn. Sjaldnast yrði frásögn metin opinber á fundi, sem bannað er að flytja fréttir af, sbr. Hurwitz, Speciel del, bls. 162

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.