Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 28
með því að slíkt væri brot á friðhelgi einkalífs. Það, sem einkum mælir gegn refsivernd látinna manna, eru hagsmunir sagnaritunar og sögu- rannsókna. Ákvæði 229. gi*. veitir vernd gegn sönnum jafnt sem ósönnum frásögnum gagnstætt meginreglunni um refsileysi ærumeið- inga vegna sanninda ummæla (exceptio veritatis). Á 19. norræna lögfræðingamótinu í Stokkhólmi 1951 kynnti Þórður Eyjólfsson þá hugmynd að binda vernd látins manns við erfðaskrár- ákvæði þess efnis, að óheimilt skyldi að birta tiltekin einkamálefni opinberlega fyrr en að liðnum ákveðnum árafjölda eftir lát hans, sbr. Förhandlingarna, Bilaga III, bls. 8—9. Rétt til að höfða mál hafa nú aðeins tilteknir nánir vandamenn, sbr. 3. mgr. 25. gr. alm. hgl. Er slík regla ófullnægjandi, ef hinn látni þarfnast verndar gagnvart vanda- mönnum sínum. 6) Ásetning-ur er saknæmisskilyrði, sbr. 18. gr. alm. hgl. Þetta skil- yrði tekur yfir bæði sjálfa upplýsingagjöfina og efni upplýsinga. Birti maður opinberlega einkagögn eða skýri frá einkamálefnum annars manns fyrir mistök eða af gáleysi, varðar það ekki við 229. gr. Að sjálfsögðu verður sýkna ekki byggð á því persónulega mati upplýsinga- gjafa, að málefni þurfi að komast til vitundar almennings eða sé þess eðlis, að engin ástæða sé til að virða friðhelgi þess. öðru máli gegnir, ef hann heldur, að málefnið sé þegar opinbert orðið, er hann kemur því á framfæri, eða að honum beri lagaskylda til að upplýsa það. Trú manns á, að hlutrænar refsileysisástæður séu fyrir hendi, leysir hann einnig undan refsingu, t.d. samþykki. HEIMILDIR 1. Andenæs Johs., „Privatlivets fred“, Avhandlinger og foredrag (Oslo 1962), sbr. einnig Tidsskrift for Rettsvitenskap 1958. 2. Ármann Snævarr, Almenn lögfræði (3. útg. 1972). 3. Gaukur Jörundsson, TJm eignamám (1969). 4. Germer Peter, Ytringsfrihedens væsen (1973). 5. Grönfors Kurt, „Personlighetsskyddet oeh massmedia", Förhandlingarna vid det 24. nordiska juristmötet i Stockholm 1966, bls. 264—69, og Bilaga 10, bls. 3—24. Síðara framsöguerindið (Knut Tvedt) og umræður eru á bls. 269—94. 6. Gunnar Thoroddsen, „Privatlivets fred“, Förhandlingarna á det 22. nordiska juristmötet i Reykjavík 1960, bls. 19—33, og Bilaga I, bls. 3—32. Sjá önnur erindi um efnið á bls. 33—49 (Bo Palmgren og Johs. Andenæs). 7. Gunnar Thoroddsen, Fjölmæli (1967). 8. Hurwitz Stephan, Den danske Kriminalret, Speciel del (1955). 9. Jónatan Þórmundsson, Opinbert réttarfar I (1972). 10. Kjerschow P., Almindelig borgerlig Straffelov av 22. mai 1902 utgitt med kommentar (1930). 11. Krabbe Oluf H., Borgerlig Straffelov af 15. april 1930 udgivet med Komm- entarer (3. útg. 1941). 12. Kruse A. Vinding, „Privatlivets fred“, Tímarit lögfræðinga, 2. hefti 1970. 166

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.