Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 32
Réttarfarsnefnd sú sem nú starfar var skipuð 6. október 1972. Nefndin samdi m.a. frumvarp til lögréttulaga sem um er fjallað hér. Á myndinni eru frá vinstri: Þorleifur Pálsson deildar- stjóri (ritari nefndarinnar), Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti, Björn Sveinbjörnsson hæsta- réttardómari (formaður nefndarinnar), Björn Fr. Björnsson sýslumaður og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari. (Ljósm.: Ljósmyndastofa Vigfúsar Sigurgeirsson s/f). verkefni þeirra munu lögrétturnar því aðeins fjalla sem áfrýjunar- eða kærudómstóll. Þá er lagt til, að opinber mál byrji einnig í héraði nema fram eigi að fara í þeim sókn og vörn skv. lögunum um með- ferð opinberra mála, þ.e. refsing geti orðið yfir 8 ára fangelsi fyrir brotið eða sérstaklega standi á, eins og nánar segir í 130. gr. lag- anna. Þessi mál munu vera um 50 árlega. Þá er ennfremur lagt til, að nokkur mál skv. 2. gr. laganna um meðferð opinberra mála gangi beint til lögréttnanna, en þessi mál eru sárafá, og er þá helst að nefna mál um lögræðissviptingu. Er þá komið að því, hvaða almenn einkamál hefjist í lögréttu og hver í héraði. I lögréttufrumvarpinu er sagt, að öll almenn einkamál fari til lögréttu sem fyrsta dómsstigs, nema 7 flokkar. Þeir eru áskor- unarmál, víxla- og tékkamál, barnsfaðernismál, mál til ógildingai’ skjala, kjörskrármál og svo tveir flokkar enn: 1) Mál, þar sem aðal- krafa er um peningagreiðslu lægri en 200.000 kr. Hver aðili sem er á þó rétt á að slík mál fari beint í lögréttu. 2) Þá skal aðilum heimilt að semja um, að mál sé rekið í héraði, þó að það ætti að öðrum kosti að fara beint í lögréttu. Eru þetta aðalreglurnar um almenn einkamál. í tillögum réttarfarsnefndar um verkefni lögréttnanna eða réttara sagt verkaskiptingu milli þeirra og héraðsdómstólanna, er að finna 170

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.