Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Page 40
rökstutt með því, að lögrétta dæmir aðeins í smærri málum á áfrýj- unarstigi og að dómaraskilyrði og dómarareynsla embættisdómara í lögréttu yrðu að öðru jöfnu harðari og meiri. Eftir atvikum mætti setja þann öryggisventil, að Hæstiréttur gæti heimilað áfrýjun slíkra mála ef sérstaklega stæði á. Þetta kemur mönnum e.t.v. spánskt fyr- ir sjónir, en dæmi má þó finna í gildandi löggjöf, sem ganga í þessa átt. T.d. má nefna, að dómum siglingadóms verður áfrýjað til Hæsta- réttar, en í þeim dómi sitja 5 dómendur. I hæstaréttarlögum er heim- ild til að 3 menn skipi dóm. Gildir þessi heimild án tillits til þess, hvort 1 eða 3 hafa setið í dómi í héraði (t.d. sérfróðir meðdómsmenn, sem gætu verið lögfræðingar). Þá má nefna, að úrskurðum sáttanefndar- manna má stundum skjóta til héraðsdómara. Sáttanefndarmenn fara þarna með dómsvald, og þeir gætu auk þess verið lögfræðingar og í þokkabót eru þeir tveir. Fleiri dæmi mætti nefna. Vafalaust er að störf hins nýja dómsstóls yrðu mun léttari með þessum hætti. Menn eru einnig of vanir að ímynda sér, að dómendur í áfrýjunardómstól verði að vera fleiri en dómendur á fyrsta dómsstigi án tillits til mála- vaxta hverju sinni. 2. í 5. gr. frumvarpsins er að finna þá mikilsverðu nýjung að leita skuli umsagnar nefndar þriggja lögfræðinga, sem dómsmálaráðuneyt- ið skipar, áður en dómaraembætti eru veitt. Þessu ákvæði ber að fagna. Þarna er komið til móts við þær óskir, sem Dómarafélag Reykja- víkur hefur barist fyrir árum saman. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að í nefndina séu tilnefndir 4 menn, þ.e. einn frá hvorri lögréttu, einn eftir tilnefningu sýslumanna og bæjarfógeta og einn eftir tilnefn- ingu annarra héraðsdómara. Þó skal aðeins fulltrúi þeirrar lögréttu, sem í hlut á, taka þátt í afgreiðslu einstaks máls, þannig að 3 nefnd- armenn taka þátt í afgreiðslu í hvert skipti. Við þessa skipun mála vil ég gera þá einu athugasemd, að íhugunarvert er, hvort ekki hefði átt að gefa Lögmannafélagi Islands kost á að tilnefna einn mann i um- rædda nefnd. 1 5. gr. ségir ennfremur, að dómaraefni í lögréttu skuli fullnægja skilyrðum héraðsdómara til að geta hlotið skipun. Eg tel, að þessi skilyrði séu ekki nógu hörð og tel réttara, að taka mið af dómara- skilyrðum hæstaréttardómenda. Athuga verður, að dómendum í lög- réttu er falið mikið vald, m.a. að skera úr þrætum endanlega sem áfrýjunardómstóll í mörgum rnálum, sem Hæstiréttur dæmir nú á áfrýjunarstigi. Þá má minna á þá hugmynd, sem sett var fram hér að framan, að dómari í lögréttu dæmdi yfirleitt einn mál á áfrýjunar- 178

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.