Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 47
að um samanburðarlögfræði í þröngri merkingu, þ.e. samanburð á tveim eða fleiri réttarkerfum. Undir samanburðarlögfræði í víðtækri merkingu má auk þess fella nám eða rannsóknir á erlendu réttarkerfi án þess að það sé bein- línis borið saman við annað eða önnur réttarkerfi. Síðastliðinn áratug hafa orðið gagngerar breytingar á námsefni og náms- greinum í lagadeildum háskóla í Vestur-Evrópu, þ. á m. hér á landi. Breyt- ingar þessar ná misjafnlega langt, en sums staðar er um grundvallarbreyting- ar að ræða. Hvarvetna eru þó hinar sígildu megingreinar einkamálaréttar og opinbers réttar kjarni laganámsins, eins og verið hefur. i byrjun eru jafn- an kennd inngangsfræði, eins konar almenn lögfræði, svo og réttarsaga eða félagsfræði. Utan á þennan kjarna kemur sívaxandi fjöldi sérgreina, sem oft er fengist við á seinni hluta námstímans. Yfirleitt er stúdentum gefinn kostur á að velja námsgreinar til viðbótar skyldugreinunum. Þetta mynstur kemur kunnuglega fyrir sjónir þeim, sem þekkja tii íslensks laganáms nokk- ur síðustu árin. Skipting námsins í skyldugreinar og valgreinar (kjörgrein- ar) vegur á móti þeirri aukningu námsefnis, sem fylgir fjölgun undirgreina lögfræðinnar og því viðbótarefni, er hleðst utan á gömlu greinarnar. Val- greinar eru úrræði, sem kemur í veg fyrir, að lögfræðinámið lengist úr hófi fram. Jafnframt gefa þær tækifæri til sérhæfingar, og stúdentar kunna ai- mennt vel að meta það frelsi, er val veitir þeim. Samtímis því, að laganámi í Vestur-Evrópu hefur verið breytt að því er tekur til námsgreina, hefur þeirri skoðun vaxið fiskur um hrygg að hverfa beri frá því að leggja áherslu á, að stúdentar leggi staðreyndir á minnið. í þess stað er sagt að leggja skuli höfuðáherslu á þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum við öflun þekkingar, beitingu hennar og miðlun. Þetta er að vísu ekki nýr sannleikur, því að hætt er við, að áhersla á minnisatriði hafi víða verið of mikil, og er lagadeild Háskóla ísiands engin undantekning. Ekki má þó gleyma því, að engin fræði- grein verður stunduð, nema sá, sem við hana fæst, afli sér verulegs þekking- arforða. Vandamálið nú sem fyrr er að finna hér eðlilegt jafnvægi. — Enn eitt má nefna, en það er vöxtur ýmissa ,,nýrra“ greina lögfræðinnar; greina, sem hingað tii hafa ekki verið taldar til undirstöðugreina, t.d. vinnuréttar, almannatryggingaréttar og verslunarréttar. Sumar þessara ,,nýju“ greina hafa víða verið felldar inn í skyldunámið. Ein afleiðing hinnar breyttu skipunar laganáms á meginlandi Evrópu er sú, að kjörgreinar, er ekki fjaila beinlínis um gildandi réttarreglur í landi því, sem greinarnar eru stundaðar í, hafa smám saman þokast til hliðar. Sam- anburðarlöqfræði er með þessu marki brennd. Slíkar kjörgreinar geta orðið hálfgerðar hornrekur, einkum vegna þess að einkunnir í þeim vega lítið sem ekkert á þeim prófum, er skipta meginmáli á námsferli stúdentanna. Á ís- landi hefur samanburðarlögfræði aldrei verið skyidugrein, svo að ekki er úr háum söðli að detta hér. — Spyrja má, hvort nokkur eftirsjá sé að saman- burðarlögfræði. Því verður ekki neitað, að ástundun hennar krefst vel grund- aðrar þekkingar og þjálfunar í undirstöðugreinum lögfræðinnar. Nám í sam- anburðarlögfræði víkkar sjóndeildarhring nemandans og veitir góða þjálf- un í vísindaleoum vinnubrögðum. Þess vegna eru margir þeirrar skoðunar, að samanburðarlöqfræði skuli skipað í öndvegi meðal valqreina í iaga- námi. Auk þess efast fáir um haqnýtt gildi samanburðarlögfræði. Má full- yrða, að það fari ört vaxandi með auknum menningar- og efnahagslegum 185

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.