Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 54
Ráðherranefnd Norðurlanda. í nefnd þessari á sæti ráðherra frá hverju hinna 5 Norðurlandaríkja, og er hann valinn af ríkisstjórn sinni. Geir Hall- grímsson var fulltrúi Islands í nefndinni 1976. Aðrir ráðherrar koma saman í stað fastafulltrúa, þegar sérstakir málaflokkar eru ræddir. Segir í „Nordiska samarbetsorgan", að ráðherranefndin hafi komið saman skipuð vinnumark- aðsráðherrum, húsnæðismála-, iðnaðar- og orkumála-, dómsmála-, sveitar- stjórnar-, menningar- og menntamála-, umhverfismála-, samgöngu- og ferða- málaráðherrum. Fjöldi embættismannanefnda starfar á vegum norrænu ráðherranefndar- innar. Er þar fyrst að nefna nefnd staðgengla ráðherranna, en í henni er Guðmundur Benediktsson af íslands hálfu. í bók þeirri, sem hér er frá sagt, er getið 14 annarra embættismannanefnda og 3 ráðgjafarnefnda, sem svo kallast. Meðal nefndanna er embættismannanefndin um lagasetningarmál, sem Baldur Möller á sæti í. Skrifstofa ráðherranefndarinnar er í Osló, og er aðalritari hennar Olli Berg- man frá Finnlandi. Starfsmenn eru 38, þ. á m. einn íslendingur, Davíð Stefáns- son. í Kaupmannahöfn er menningarmálaskrifstofa ráðherranefndarinnar. Þar eru starfsmenn 28. Forstjóri er Klas Olofsson frá Svíþjóð, en í hópi starfs- manna eru Hróbjartur Einarsson fv. lektor og frú Kristjana islandi. Aðrar stofnanir. Þess er enginn kostur að nefna hér nema fáar þeirra 98 norrænu stofnana, sem nefndar eru í þriðja og síðasta hluta bókarinnar Nor- diska samarbetsorgan. Norræna sjóréttarstofnunin er í Osló. Hún starfar eftir samþykktum, sem 4 af ríkisstjórnum Norðurlanda staðfestu 1963. ísland á ekki aðild, héðan kemur ekki fé til stofnunarinnar og fulltrúi íslands er ekki í stjórn hennar. islenskir lögfræðingar hafa engu að síður notið góðs af starfseminni eins og kunnugt er. Forstöðumaður sjóréttarstofnunarinnar er nú Erling Selvig prófessor Norræni menningarmálasjóðurinn hefur 10 manna stjórn, einn þingmann og einn embættismann frá hverju landi. Jóhann Hafstein og Birgir Thorlacius voru í stjórninni 1976. Sérstök eftirlitsnefnd starfar einnig, og átti Gylfi Þ. Gíslason sæti í henni. Sjóðurinn var stofnaður 1966, en um hann eru nú regl- ur frá 1969. Til er samvinnunefnd Norðurlanda um þjóðfélagsrannsóknir, en ísland á þar ekki fulltrúa. Hins vegar á Hans G. Andersen sæti í nefnd um norrænt samstarf um rannsóknir á alþjóðastjórnmálum. Samvinnuráð Norð- urlanda um sakfræði hefur aðsetur í Stokkhólmi og eru fastir starfsmenn þess tveir. Enginn íslendingur er í ráðinu. i Stokkhólmi er einnig aðsetur Norræna skattvísindalega rannsóknarráðsins. Fyrir það vinnur einn fastur starfsmað- ur. ísland á ekki aðild að ráðinu, en íslenskir menn hafa notið góðs af starf- semi þess. i tengslamannanefnd um fíkniefnamál, sem sett var á laggirnar 1971 af dómsmálaráðherrum Norðurlanda, er ekki islendingur. Norræna umferðarörygisráðið var stofnað 1971. ísland er ekki aðili að því og ekki heldur að 3 nefndum, sem vinna með ráði þessu og fjalla um umferð- arlög, rannsóknir varðandi umferðaröryggi og tækniatriði varðandi bifreiðar. í norrænu refsiréttarnefndinni, sem sett var á laggirnar 1960, á Ármann Snæv- arr sæti. Björn Hermannsson er í norræna toilstjórnarráðinu, sem einnig var stofnað 1960. Sigurjón Sigurðsson á sæti í norrænu útlendingaeftirlitsnefnd- 192

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.