Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 55
inni, sem starfar skv. 13. gr. samnings um afnám á vegabréfsskoðunum, sbr. auglýsingu nr. 19/1965. Hér hefur verið sagt lítillega frá norrænum stofnunum, sem um var rætt í nýútkomnu riti, Nordiska samarbetesorgan. Vitað er, að þar er ekki getið allra þeirra stofnana, sem vinna að norrænu samstarfi, m.a. er þar ekki vikið að hinum almennu norrænu lögfræðingaþingum, samtökum, er skipuleggja önnur lögfræðileg mót, tímaritaútgáfu o.fl. Þess má geta hér til fróðleiks, að undanfarið hefur verið unnið að því að taka saman yfirlit um lagasamvinnu Norðurlanda. Mun þetta yfirlit væntan- lega birtast sem kafli í skýrslu ráðherranefndarinnar, sem lögð verður fram á þingi Norðurlandaráðs er haldið verður í Helsingfors innan tíðar. Ragnhildur Helgadóttir. FRÁ ALÞINGI Alþingi var sett 11. októþer s.l. og frestað vegna jólaleyfa 21. desemþer. Höfðu þá verið haldnir 116 fundir í sameinuðu þingi og deildum. Meðal laga, sem sett voru á haustinu, eru réttarfarslög þau, sem nefnd eru á bls. 168; lög nr. 101 um breytingar á hegningarlögunum (hámarks- sekt verður 5 millj. kr. o.fl.); lög nr. 103 um breytingar á aukatekjulögunum frá 1975 varðandi skipta- og þinglýsingargjöld; lög nr. 104 um breytingar á stimpilgjaldi; lög nr. 120 um nýja tollskrá og fjárlög fyrir 1977. Alls samþykkti Alþingi á þessum tíma 20 lagafrumvörp, allt stjórnarfrum- vörp. Tvær þingsályktunartillögur voru samþykktar og einni var vísað til ríkis- stjórnarinnar. Rædd var 21 fyrirspurn, en vart verður sagt, að nema ein þeirra varði lögfræðilegt mál. Var hún um „tölvubanka rannsóknarlögreglunn- ar“ og var rædd 29. nóvember. Mörg mál, sem voru borin fram á haustfundum Alþingis, þíða afgreiðslu. Hér skulu nokkur þeirra nefnd. Frumvarp 3 Alþýðuflokksmanna um stjórnarskrárbreytingar (afnám deilda- skiptingar). — Frv. Benedikts Gröndal um nýskipan þingnefnda og um- boðsnefnd Alþingis. — Þingsályktunartillaga 3 Alþýðuflokksmanna um skip- un nefndar til að kanna gang og framkvæmd dómsmála. — Þál. Magnúsar Kjartanssonar um ferðafreísi. — Þál. 5 Alþýðuflokksmanna um gjafir til opin- þerra starfsmanna. — Nokkur frumvörp um þreytingar á umferðarlögum, m.a. um nýtt skráningarkerfi þifreiða. — Frv. Helga Seljan um oþinberar fjársafnan- ir. — Frv. um biskupsembætti. — Þál. um tölvutækni við söfnun upplýsinga um skoðanir manna og persónulega hagi. — Þál. Jóns Skaftasonar um sama kjördag til þings og sveitarstjórna. — Þál. 3 Framsóknarmanna um fasteigna- miðlun ríkisins. — Frv. Halldórs Blöndal um að arfur verði sérgrein. — Frv. 2 Alþýðuflokksmanna um eignarráð yfir landinu. — Þál. um jafnræði varðandi kosningarétt. — Frv. 4 Alþýðubandalagsmanna um breytingar á stjórnarskránni (um eignarrétt yfir auðlindum náttúrunnar). — Frv. til barnalaga. — Frv. til ætt- leiðingarlaga. — Þál. um fljótvirkari og ódýrari meðferð minni háttar mála fyrir héraðsdómstólunum. — Þál. Ellerts B. Schram um dómshús í Reykjavík. — Frv. um tekju- og eignarskatt. Alls voru þingskjöl 286. Þ. V. 193

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.