Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Síða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Síða 37
þar sem hann telur eiga að dæma „fullan“ málskostnað. Verður dóm- arinn þá að hafa í huga, að málsaðili, sem fær sér tildæmdan málskostn- að, er skuldbundinn lögmanni sínum skv. ákvæðum gjaldskrárinnar, og þarf þá væntanlega að greiða sjálfur þann hluta kostnaðarins, sem hann ekki fær úr hendi gagnaðila síns. VANDAMÁL VEGNA VERÐBÓLGU Ég hefi nú eytt nokkrum tíma í að ræða almennt um réttarreglur er varða málskostnað, skiptingu hans milli aðila dómsmáls og þýðingu lág- marksgjaldskrár LMFÍ í því sambandi. Þetta taldi ég nauðsynlegt að gera áður en ég tæki að ræða um hin sérstöku vandamál sem af verð- bólgunni stafa, þegar dæmt er um málskostnað milli aðila. Nú mun ég hins vegar víkja að þeim. Þau vandamál sem verðbólgan veldur á þessu sviði eru að mínu mati einkum þrenns konar: a) Höfuðstólsfjárhæð dómkröfu rýrnar að raungildi. b) Útlagður kostnaður í dómsmáli hefur verið greiddur með verð- meiri krónum en gilda við dómsuppsöguna. c) Málskostnaðarfjárhæð rýrnar eftir dómsuppsögu. HÖFUÐSTÓLSFJÁRHÆÐ RYRNAR 1 málum þar sem krafizt er aðfarardóms um tiltekna peningakröfu sem gjaldfallið hefur á ákveðnum degi, lækkar raungildi höfuðstóls kröfunnar vegna verðbólgu, eftir því sem tíminn líður. Ef málskostn- aðurinn er aðeins reiknaður af þessum höfuðstól, hefur það þær afleið- ingar, að málskostnaðarfjárhæðin verður lægri að raungildi eftir því sem 1) verðbólgan er meiri og 2) krafan er eldri. Ef t.d. krafa að fjár- hæð kr. 100.000.- gjaldfellur 1/1 1979 og er dæmd 1/1 1981 er ljóst að málskostnaður reiknaður af kr. 100.000,- er mun hærri að raungildi þeg- ar raungildi höfuðstólsins hefur aðeins rýrnað um 10% á ári, heldur en þégar gildi hans hefur rýrnað um 50% á ári. M.ö.o. verður raungildi málskostnaðarins lægra eftir því sem verðbólgustigið er hærra á tíma- bilinu frá gjalddaga til dómsuppsögu. Að vísu hækka grunnfjárhæðir gjaldskrár til samræmis við verðbólgu, en það er einfalt reikningsdæmi að reikna út, að þær hækkanir eru fjarri því að brúa bilið. Til að fá jafn- háan málskostnað að raungildi þarf hvort tveggja að hækka til jafns við verðbólguna, grunnfjárhæðir gjaldskrár og fjárhæðin, sem reiknað er af. Og eftir því sem krafan er eldri, verður raunvirði málskostnaðarins lægi’a, þ.e.a.s. miðað við hvert raungildi kröfunnar var er hún gjaldféll.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.