Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Page 38
Ef við t.d. hugsum okkur, að verðbólga hafi verið u.þ.b. 50% á ári und- anfarin ár, er ljóst, að við dómsuppsögu í dag hefur krafa að fjárhæð kr. 100,000,00 með gjalddaga 1/1 1979 misst mun meira af raungildi sínu frá gjalddaga heldur en krafa að fjárhæð kr. 100,000,- sem gjaldféll 1/1 1983. Hinn 1. janúar 1979 var hægt að kaupa litla íbúð fyrir kr. 100.- 000.- en 1. janúar 1983 aðeins meðalbifreið. 1 dómsmáli, þar sem krafizt er greiðslu á 100.000.- frá 1/] 1979 er krafizt miklu verðmeiri hagsmuna miðað við gjalddagann, heldur en gert er í dómsmáli þar sem krafizt er greiðslu á kr. 100,000,- frá 1/1 1983. I báðum málunum yrði málskostn- aðurinn sá sami, ef aðeins er dæmdur málskostnaður af höfuðstólsfjár- hæð. Islenzkir dráttarvextir eru í raun og veru tilraun til bóta vegna verð- rýrnunar kröfufjárhæðar. 45% almennir dráttarvextir1) af kröfum ut- an innlánsstofnana eru svo háir sem raun ber vitni, vegna þess að reynt er að vega upp á móti verðrýrnun krafnanna í verðbólgunni. Reyndar hafa hinir háu íslenzku dráttarvextir nær aldrei á undanförnum árum náð því að bæta verðrýrnunina að fullu. Hins végar leiðir þetta eðli vaxt- anna (þ.e. að vera í raun verðbætur) til þess, að bæta verður þeim við höfuðstólinn áður en málskostnaður er reiknaður. Ef það er ekki gert, verður það háð órökrænum sjónarmiðum, hver fjárhæð tildæmds máls- kostnaðar verður. Getur hún orðið nijög misjöfn í tilfellum, þar sem öll skynsamleg rök segja, að fjárhæðin eigi að vera söm og jöfn. Skoðum t.d. eftirfarandi tilbúið dæmi: Kjarvalsmálverk er í desember 1979 selt á gkr. 1.000,000.- eða nýkr. 10.000.-. Kaupandinn skrifar undir skulda- viðurkenningu þar sem hann lofar að greiða andvirðið 1. janúar 1980. Hann vanefnir greiðsluloforðið. Seljandinn gengur ekki hart fram í inn- heimtuaðgerðum, trúir endurteknum greiðsluloforðum kaupandans, sem jafnoft eru svikin. Loks missir seljandinn þolinmæðina og felur lög- manni sínum að höfða mál til innheimtu kröfunnar. Kaupandinn er síð- an, án þess að hafa haldið uppi vörnum, dæmdur 4. júní 1983 til að greiða stefnukröfuna ásamt dráttarvöxtum frá 1. janúar 1980 og máls- kostnaði. Málskostnaðurinn verður skv. gjaldskrá kr. 2.798.- ef hann er aðeins reiknaður af höfuðstólsfjárhæðinni kr. 10.000.-. Hefi ég þá til einföldunar sleppt því að taka tillit til útlagðs kostnaðar (kostnaðar við stefnubirtingu og þingfestingu). Breytum nú dæminu og gerum ráð fyrir, að málverkið hafi verið selt í desember 1982 og kaupandinn hafi lofað greiðslu 1. janúar 1983. Ef 1) Þessir dráttarvextir eru nú 37% p. á. skv. auglýsingu um vexti við innlánsstofnanir frá 16. september 1983. 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.