Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Qupperneq 38

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Qupperneq 38
Ef við t.d. hugsum okkur, að verðbólga hafi verið u.þ.b. 50% á ári und- anfarin ár, er ljóst, að við dómsuppsögu í dag hefur krafa að fjárhæð kr. 100,000,00 með gjalddaga 1/1 1979 misst mun meira af raungildi sínu frá gjalddaga heldur en krafa að fjárhæð kr. 100,000,- sem gjaldféll 1/1 1983. Hinn 1. janúar 1979 var hægt að kaupa litla íbúð fyrir kr. 100.- 000.- en 1. janúar 1983 aðeins meðalbifreið. 1 dómsmáli, þar sem krafizt er greiðslu á 100.000.- frá 1/] 1979 er krafizt miklu verðmeiri hagsmuna miðað við gjalddagann, heldur en gert er í dómsmáli þar sem krafizt er greiðslu á kr. 100,000,- frá 1/1 1983. I báðum málunum yrði málskostn- aðurinn sá sami, ef aðeins er dæmdur málskostnaður af höfuðstólsfjár- hæð. Islenzkir dráttarvextir eru í raun og veru tilraun til bóta vegna verð- rýrnunar kröfufjárhæðar. 45% almennir dráttarvextir1) af kröfum ut- an innlánsstofnana eru svo háir sem raun ber vitni, vegna þess að reynt er að vega upp á móti verðrýrnun krafnanna í verðbólgunni. Reyndar hafa hinir háu íslenzku dráttarvextir nær aldrei á undanförnum árum náð því að bæta verðrýrnunina að fullu. Hins végar leiðir þetta eðli vaxt- anna (þ.e. að vera í raun verðbætur) til þess, að bæta verður þeim við höfuðstólinn áður en málskostnaður er reiknaður. Ef það er ekki gert, verður það háð órökrænum sjónarmiðum, hver fjárhæð tildæmds máls- kostnaðar verður. Getur hún orðið nijög misjöfn í tilfellum, þar sem öll skynsamleg rök segja, að fjárhæðin eigi að vera söm og jöfn. Skoðum t.d. eftirfarandi tilbúið dæmi: Kjarvalsmálverk er í desember 1979 selt á gkr. 1.000,000.- eða nýkr. 10.000.-. Kaupandinn skrifar undir skulda- viðurkenningu þar sem hann lofar að greiða andvirðið 1. janúar 1980. Hann vanefnir greiðsluloforðið. Seljandinn gengur ekki hart fram í inn- heimtuaðgerðum, trúir endurteknum greiðsluloforðum kaupandans, sem jafnoft eru svikin. Loks missir seljandinn þolinmæðina og felur lög- manni sínum að höfða mál til innheimtu kröfunnar. Kaupandinn er síð- an, án þess að hafa haldið uppi vörnum, dæmdur 4. júní 1983 til að greiða stefnukröfuna ásamt dráttarvöxtum frá 1. janúar 1980 og máls- kostnaði. Málskostnaðurinn verður skv. gjaldskrá kr. 2.798.- ef hann er aðeins reiknaður af höfuðstólsfjárhæðinni kr. 10.000.-. Hefi ég þá til einföldunar sleppt því að taka tillit til útlagðs kostnaðar (kostnaðar við stefnubirtingu og þingfestingu). Breytum nú dæminu og gerum ráð fyrir, að málverkið hafi verið selt í desember 1982 og kaupandinn hafi lofað greiðslu 1. janúar 1983. Ef 1) Þessir dráttarvextir eru nú 37% p. á. skv. auglýsingu um vexti við innlánsstofnanir frá 16. september 1983. 92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.