Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Side 41
Frá
Lögmaiutafélagi
íslands
AÐALFUNDUR 1982
Aðalfundur Lögmannafélags íslands var haldinn 25. mars s.l. Formaður,
Jóhann H. Nlelsson hrl., minntist í upphafi látinna félagsmanna, þeirra: Ragn-
ars Ólafssonar hrl., Kristjáns Guðlaugssonar hrl., Jónasar Thoroddsen hrl.
og Ingólfs Jónssonar hrl. Fundarmenn risu úr sætum til að votta hinum látnu
félögum virðingu sína.
Á starfsárinu voru haldnir fimm almennir félagsfundir: Hinn 3. september
var hádegisverðarfundur í Þingholti. Baldur Guðlaugsson hrl. flutti þar erindi
um dráttarvexti. Þessi fundur var fjölsóttur, enda um áhugavert málefni að
ræða. 14. september var haldinn sameiginlegur fundur með lagadeild Háskóla
íslands og Dómarafélagi Reykjavíkur. Dr. Guðmundur Alfreðsson þjóðréttar-
fræðingur flutti þar erindi um réttarstöðu Grænlands. Þessi fundur var þokka-
lega sóttur, þótt ekki væri margt lögmanna á fundinum. 12. nóvember var há-
degisverðarfundur í Þingholti, þar sem Jón E. Ragnarsson hrl. flutti erindi
sem hann nefndi: Nokkur atriði varðandi málskostnað í einkamálum. Enn
var haldinn hádegisverðarfundur í Þingholti 28. janúar. Á dagskrá voru félags-
mál L.M.F.Í. Formaður félagsins rakti helstu störf stjórnarinnar og hvað fram-
undan væri. Síðasti fundur á starfsárinu var 17. mars, og var það almennur
félagsfundur, sem haldinn var I húsakynnum félagsins að Álftamýri 9. Á dag-
skrá voru tölvumál lögmanna. Alls voru því á starfsárinu haldnir 4 félagsfund-
ir á vegum L.M.F.Í. og 1 í samvinnu við aðra.
Félaginu bárust 29 erindi, þar sem stjórnin var beðin umsagnar um leyfis-
umsóknir til málflutnings fyrir héraðsdómi. Stjórnin mælti með 16 umsóknum
og ákvað að mæla ekki gegn 11 umsóknum, en þar var um aðila að ræða I
opinberu starfi, sem ber að deponera leyfum slnum á meðan þeir gegna op-
inberu starfi. Stjórnin mælti á móti 2 umsóknum.
Nýir félagar frá síðasta aðalfundi eru 24, þar af 20 vegna útgefinna leyfa til
málflutnings fyrir héraðsdómi. Fjórir leystu til sín réttindi til málflutnings fyrir
héraðsdómi og voru þar með teknr á félagaskrá L.M.F.Í.
Frá síðasta aðalfundi hafa 4 héraðsdómslögmenn fengið réttindi til mál-
flutnings fyrir Hæstarétti. Af félagskrá hafa fallið 9, þar af hefur einn depo-
nerað leyfi sínu, 3 hafa látist eins og áður segir og 5 hafa fallið af félagaskrá
af öðrum orsökum.
Félagar eru nú alls 264, þar af 115 hæstaréttarlögmenn og 149 héraðsdóms-
lögmenn. Heiðursfélagi er Rannveig Þorsteinsdóttir hrl. Af félagsmönnum eru
nú alls 12 hæstaréttarlögmenn 70 ára og eldri.
95