Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 5
Norðmenn leika húsvörð
Ægir hitti fón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráöherra og spurði hverjar lík-
urnar vœru á að Norðmenn settust að
sanmingaborði.
„Það horfir ekki vænlega meb samn-
inga," sagði Jón Baldvin. „Það var að
vísu allt annab hljób í strokknum hjá
Birni Þór utanríkisráðherra Noregs en
þegar hann sagbi við norska fjölmiöla
að hann myndi „ekki ræða við inn-
brotsþjóf sem brytist inn í hans hús,
meöan hann væri að fara á brott með
þýfið." Eg svaraði honum á þá leið ab
það væri misskilningur ab Svalbarða-
svæðib væri norskt einbýlishús, nær
lagi væri að líkja því við fjölbýlishús
með 40 íbúðum. Ég þekki ekki norska
húsnæðislöggjöf en geri ráð fyrir að
það þyki ekki vib hæfi þar að einn íbúi
í fjölbýlishúsi taki það upp hjá sjálfum
sér að setja öllum húsreglur án sam-
ráðs við aðra, skipti sameigninni að
gebþótta og láti svo bera einn íbúann
út á götu með fógetavaldi. Boðskapur
Björns Þórs var sá að Norðmenn væru
tilbúnir að ræða suma þætti málsins."
Hvaða þætti vilja
Norðmenn ræða um?
„Þeir vildu alls ekki ræða Svalbarða-
samninginn en nefndu sérstaklega
norsk-íslenska síldarstofninn og Síldar-
hafið. Einnig karfaveiðar Norðmanna
utan okkar lögsögu á Reykjaneshrygg,
jafnvel einnig kaup Norðmanna og
veiðar úr íslensk-grænlenska stofnin-
um á Dornbanka. Þeir kváðust einnig
tilbúnir að hafa samráb við íslendinga
um framtíðarstjórnun veiða utan lög-
sögu í samræmi við hugmyndir sem
ræddar verða á rábstefnu Sameinuðu
þjóðanna um úthafsveiðar.
Ég sagbi að íslendingar áskildu sér
allan rétt til að ræða Svalbaröasamn-
inginn ef til viðræðna kæmi. Hann
svaraði þvi til ab þar væri um að ræða
fullnýttan rússnesk-norskan fiskistofn
og fiskunum fjölgaði ekkert þó samn-
ingurinn væri ræddur."
Buðu samstarf í markaðsmálum
„Þab að auki vildu þeir ræða sam-
starf um fiskirannsóknir og markaðs-
mál. Það var alveg ný hugmynd fyrir
mér að Norðmenn byðust til þess að
setja upp sölu- og markaðssetningar-
kerfi meb íslendingum, þar sem þeir
eru helstu keppinautar okkar.
Hann sagði þessar hugmyndir hafa
verið ræddar milli sjávarútvegsráð-
herra landanna og Norðmenn væru
tilbúnir til þess að leggja fram nokkra
fjármuni í slíkt sölukerfi. Ég sagði hon-
um að þessar hugmyndir hefðu ekki
verib ræddar í ríkisstjórninni og for-
sætisráðherra hafði heldur ekki heyrt
þetta, þegar ég bar málið undir hann.
Viðræður embættismanna landanna
hafa staðið um nokkurt skeið og það
eru einkum fulltrúar sjávarútvegsráðu-
neyta beggja landanna sem standa að
þeim. Þar eru ýmis atriöi rædd án þess
að niðurstaða hafi fengist."
Finnst þér koma til greina að gera
sameiginlegt átak þessara þjóða í mark-
aðsmálum?
„Ég vil ekki hafna þessu fyrirfram
en þetta kom mér mjög spánskt fyrir
sjónir. Ég veit ekki í smáatriðum hvab
hefur veriö rætt um í þessum efnum."
Komum í veg fyrir lög
sem bönnuðu veiðar
Samtök útvegsmanna hafa sakað
stjómvöld um ónógan stuðning við veið-
ar utan lögsögu. Hverju viltu svara
þeirri gagnrýni?
„Veiðarnar hófust að frumkvæði og
á eigin ábyrgð útgeröarmanna. Það
fyrsta sem stjórnvöld þurftu ab taka
afstöðu til var beiðni norskra stjórn-
valda um að gripið yrði til aðgerða til
að stöðva þessar veiðar. I sjávarútvegs-
ráðuneytinu voru uppi áform um að
gera það með útgáfu reglugerðar á
grundvelli laga frá 1977. Þetta var
stöbvað og stjórnvöld höfnuðu áform-
um um stöbvun veiðanna enda skorti
lagaheimildir til. Rökin eru þau ab ís-
lensk stjórnvöld geti ekki svipt ís-
lenska ríkisborgara rétti til veiða á út-
hafinu, sem Smugan í Barentshafi
óneitanlega er og veibi þar öllum frjáls
samkvæmt alþjóðalögum. Það hefði
ekki verið nein lausn á málinu ef ein
þjóð afsalaöi sér réttindum til þess á
sama tíma og t.d. Norðmenn og Rúss-
ar eru að nýta þennan rétt sinn annars
staðar. Norðmenn eru að veiða
skammt utan lögsögu okkar á Reykja-
neshrygg og veiða úr ofveiddum
rækjustofni milli íslands og Græn-
lands. Sá stofn er ekki bundinn kvóta
en ofsetinn að dómi fiskifræðinga. Þar
eru því Norðmenn að gera nákvæm-
lega sama hlut og þeir ásaka aðra um.
Kanadamenn hafa beðið Norðmenn
að hætta rækjuveiðum 15-20 togara
sem eru við bæjardyr Kanada. Hverju
svara Norðmenn? Að þeir séu á veið-
um á úthafinu og geti ekki afsalað sér
þeim rétti einhliða."
ÆGIR SEPTEMBER 1994 5