Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1994, Side 36

Ægir - 01.09.1994, Side 36
gæta að okkar faglega grunni, okkar sjálfstæðu rannsókn- um. Það er fjöreggið sem standa þarf vörð um." Guðjón Atli Auöunsson forstöðumaður snefilefnadeildar: LITIÐ EFTIR MENGUN í LÍFRÍKI ÍSLANDS Á snefilefnadeild Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins starfa 6 starfsmenn. Á deildinni eru tveir efnafræðingar með doktorsgráðu, einn með BS-próf og einn efnaverkfræðingur auk rannsóknamanna. Guðjón Atli Auðunsson veitir deild- inni forstöðu. Snefilefnarannsóknir hafa verið stundaðar í hálfan þriðja áratug á Rf. og voru rannsóknir Geirs Arnesen á koparmengun í saltfiski eitt af mikilvægustu verkefnum Rf. á árunum eftir stríð. „Fyrst voru þaö einkum þungmálmar á borð við kvika- silfur sem leitað var að en síðar bættust við efni eins og kad- mín, arsen og fleiri. Kröfur kaupenda um hreinleika vaxa stöðugt í þessum efnum og frá 1988 hefur verib lögð vax- andi áhersla á að fylgjast með klórlífrænum efnasambönd- um í íslenskum sjávarafurbum. Þetta eru þrávirk efni á borð við PCB, DDT, HCB og Toxafen," sagði Guðjón Atli Auð- unsson í samtali við Ægi. Margir kaupendur krefjast vottorðs með hverjum farmi eftir því sem áhyggjur manna af mengun í lífríkinu vaxa og stöbugt fleiri þættir koma til sögunnar. Snefilefnadeildin hefur undanfarin ár reynt að vinna að rannsóknum sem leiða í ljós hreinleika lífríkisins við strendur landsins á sem flestum sviðum. Meðal verkefna í umhverfisrannsóknum snefilefnadeild- ar af þessu tagi eru rannsóknir í Faxaflóa til þess að fylgjast meb afdrifum efna úr frárennsli. Þetta verkefni er greitt af Reykjavíkurborg. Fyrir umhverfisráðuneytið er snefilefnadeild ab vakta ís- lenskt lífríki meb tilliti til aöskotaefna samkvæmt ákvæðum alþjóðlegra samninga. Þribja stóra verkefnið á þessu sviði er að rannsaka veiði- slóðir kúfisks. Auk aðskotaefna felur eftirlitið í sér rannsóknir á örverum og þörungaeitri. Þetta er gert að kröfu bandaríska skelfiskeftirlitsins vegna væntanlegrar sölu til Bandaríkjanna, en kúfiskvinnsla er með vænlegri kostum á skelfiskveiðum hérlendis. Slíkar rannsóknir þurfa að fara fram í eitt ár áður en vinnsla hefst og skulu framkvæmdar af viðurkenndum opinberum aðila. Skelfiskmið eru við- kvæmari en djúpslóð fyrir mengun úr frárennsli. Nokkur verkefni er lúta að frárennsli fiskvinnsiustöðva hafa farið Guðjón Atli Auðunsson: „Margir kaupendur krefjast vott- orðs með hverjum farmi eftir því sem áhyggjur manna af mengun í lífríkinu vex og stöðugt fleiri þættir koma til sög- unnar.“ fram með það fyrir augum ab bæta nýtingu og draga úr mengun. En í sumum tilvikum er þab ekki hreinleiki íslensks lífrík- is sem hefur úrslitaáhrif á hreinleika afurðanna. Snefilefna- deildin rannsakar m.a. saltfisk. Saltfiskur er til helminga salt og þurrefni. Saltið er í rauninni sjór úr Miðjarðarhafi. Þá vegur þyngst hve hreint er Miðjarðarhafið? En er íslenskt lífríki hreint eða mengað? „Mengun er skilgreind sem umframmagn efna í náttúr- unni af mannavöldum. Við sjáum lítið af slíku hér en ís- lensk náttúra er með þeim hætti að náttúrulegt magn ým- issa efna hér ex hærra en sumsstaðar annars staðar. Sem dæmi má nefna hátt hlutfall kadmíns í kræklingi sem hefur mælst hér. Þab er ekki mengun i hefðbundnum skilningi en getur samt gert kræklinginn óneysluhæfan. Hér er talið að kadmínið sé hluti náttúrunnar." í haust hefur snefilefnadeild vöktunarverkefni sem mun standa í vetur og mun, að sögn Guðjóns Atla, væntanlega varpa skýrara ljósi á uppruna kadmíns í íslenskri náttúru. En lífræn mengun af völdum ákveðinna klórkolefnasam- banda er meb þeim hætti að hún hefur tilhneigingu til að safnast upp í náttúru á norðurslóð. Hvers vegna? „Það gerist með nokkurs konar eimingu. Efnin stíga upp í heitu lofti og falla til jarðar í köldu lofti. Þetta á t.d. við um toxafen og HCB efni. Þetta er slæmt því náttúran á noröur- slób er fiturík og hefur því mikið rými fyrir þessi efni. Þau brotna hægar niður í sólarlitlu og köldu umhverfi og lífver- ur hér verða býsna langlífar miðað við margar aðrar. Þetta eru mál sem er full ástæða til að hafa áhyggjur af. Af þess- um efnum getur mælst nokkurt magn og jafnvel farið yfir leyfileg mörk." Mengun af völdum þessara efna hefur í nokkrum tilvik- um komið í veg fyrir útflutning íslenskra sjávarafurða og er feitum fisktegundum sem jafnframt eru ofarlega í fæðu- keðjunni og verða gamlar. 36 ÆGIR SEPTEMBER 1994

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.