Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 43
Halldór Pétur Þorsteinsson. „Best er aö hafa bankann sem
næst tóman,“ segir bankastjóri aflakaupabankans. „í augna-
blikinu erum við einna mest að hugsa um langhala og
hvernig sé hægt að auka áhuga á að veiða hann og nýta.“
unnum með aflanýtingarnefnd að merku verkefni um
bætta nýtingu um borð í frystitogurum. í dag er komið á
laggirnar einstakt kerfi þar sem hvert skip hefur sinn nýt-
ingarstuðul. Þetta kerfi á sér enga hliðstæðu í heiminum.
Þetta er dæmi um verkefni sem er gífurlega aröbært því
hvert nýtingarprósent skilar milljónum í auknu verðmæti."
Hver eru merkustu viðfangsefni deildarinnar um þessar
mundir?
„Hér er verið að vinna verkefni um bætta gæðastjórnun á
ferskfiski. Jón Heiðar Ríkharðsson er verkefnisstjóri og vinn-
ur hann í nánum tengslum við útgerðina að þessu verkefni.
Það er móttakan og meðferð á fiskinum um borð í skipun-
um sem er undir smásjánni með það í huga hvernig hann á
að vinnast í landi. Markmiðið er að gera vinnsluna skilvirk-
ari og auka verðmætið.
Við erum þátttakendur í verkefnum með öðrum Norður-
löndum og er Nordfood-áætlunin styrkt af Norræna iðnþró-
unarsjóðnum. Eitt af þessum verkefnum snýst um að koma
á hreinni framleiðslutækni í matvælavinnslu og um leið
bættri nýtingu hráefnis, orku og á öðrum aðföngum.
Nefna mætti rannsóknir á marningi sem við vinnum í
samstarfi við Háskóla íslands og Klaka sf. Það snýst um að
bæta nýtingu í marningsvinnslu. Þetta er fátt eitt af þeim
verkefnum sem deildin er með í gangi."
Enn mætti nefna rannsóknir á tvífrystingu sem vinnslan
víða um land er að fást við. Sigurjón telur að brýnt sé að
koma á framfæri við sem flesta upplýsingum um rannsókn-
ir á því sviði.
Sigurjón segist helst vilja fá'í afmælisgjöf á 60 ára afmæli
Rf. betra vinnuumhverfi og aukinn skilning stjórnvalda á
nauðsyn grunnrannsókna og þróunar á þessu sviði því víða
fara mikil verðmæti í súginn sem mætti nýta á arðbæran
hátt.
„Á næstu árum er brýnast að vinna að rannsóknum í
gæðamálum. Upplýsingatækni, bylting í flutningatækni og
auknar kröfur markaðarins um rekjanleika vörunnar verða
ofarlega á baugi. Sömuleiðis aukin nýting á síld og loðnu til
manneldis. Nýting jarðhita til ýmissa verkefna í fiskiðnaði.
Þetta eru verkefni framtíðarinnar."
Sveinn Víkingur Arnason
forstöðumaður tölvusviðs
MINNSTIR OG YNGSTIR
Yngsta og fámennasta deild Rannsóknastofnunar fiskiðn-
aðarins er tölvusviðið. Sveinn Víkingur Árnason vélaverk-
fræðingur og Mark Townley efnafræðingur eru einu starfs-
menn þess.
„Okkar tölvukerfi er byggt upp af bæði PC og Macintosh
tölvum. Tölvukerfinu er ætlað að vera spegill af starfsemi
stofnunarinnar. Daglegur rekstur tölvukerfisins er helsta
viðfangsefni okkar en við tökum þátt í ýmsum öðrum verk-
efnum eftir því hvað tími okkar leyfir.
Rúmlega 60 starfsmenn nota tölvur að meira eða minna
leyti. Fáeinir deila tölvu með öðrum en alls eru um 60 vélar
tengdar við kerfið. Vélarnar eru misstórar enda keyptar á
nokkrum árum. Ég held að við séum nokkuð vel tölvuvædd
þó alltaf megi á sig blómum bæta. Uppbyggingu er að
mestu lokið en framundan er aðlögun og viðhald kerfisins,"
sagði Sveinn Víkingur í viðtali við Ægi.
„Við reynum að skipuleggja tölvukerfið þannig að það
falli vel að starfsreglum og verklagi á stofnuninni og að
tryggt sé að trúnaðarupplýsingar frá viðskiptavinum liggi
ekki á lausu. Til dæmis hefur mikil vinna verið lögð í að
styðja við verkefnakerfi Rf. bæði með uppbyggingu upplýs-
Sveinn Víkingur Árnason: „Með tölvuvæddu upplýsinga-
kerfi getum við í framtíðinni boðið viðskiptavinum upp á
mjög öfluga upplýsingaleit um hin margvíslegu tæknimál
sem snerta fiskiðnaðinn."
ÆGIR SEPTEMBER 1994 43