Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 28

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 28
Þörungar: Vaxtarbroddar í votum sjó Gæbi íslenska þörunganna mikil - en er hægt að selja þá Talið er að 30-40 nýtanlegar tegundir þörunga sé að finna hér við land. Aðstæður eru til að margfalda magn verðmætra tegunda, s.s. purpurahimnu, með ræktun. Líklegt er taiið að gæði íslenskra þörunga séu mjög mik- il vegna lítillar mengunar við strendur landsins. Mögu- leikar til vinnslu á þörungum er margvísiegir en algeng- ustu aðferðir eru þurrkun, söltun, súrsun og niðursuða. Þetta kom fram í erindum sem flutt voru á ráðstefnunni Þjóðarhagur í þaraskógi sem Háskólinn á Akureyri stóð fyrir í júní s.l. I erindum þeirra Karls Gunnarssonar, Gunnars Ólafsson- ar og Ólafar Hafsteinsdóttur kom fram margvíslegur frób- leikur um þörunga og möguleika íslendinga á nýtingu þeirra. Þörungar hafa verið nýttir hériendis frá land- námstíð, einkum sem skepnufóður og áburður en einnig í litlum mæli til manneldis, einkum söl. í Evr- ópu er hefð fyrir neyslu þör- unga og eru Frakkar, írar og Englendingar meðal þeirra þjóba sem borða þörunga. Neysla dróst mjög saman meb iðnvæðingu og hvarf nær alveg á þessari öld en á síðustu árum hafa Frakkar unnið markvisst að því að byggja upp framleiðslu mat- þörunga og markaði fyrir þá. Nú eru 10 tegundir þörunga markaðssettir í Frakklandi sem matvara og hefur orðið stöðug aukning síbustu 6 árin. Nú nemur framleibsla Frakka á matþörungum 2000-3000 tonnum á ári en var aöeins nokkrir tugir tonna árið 1987. Átta þessara tíu tegunda vaxa hér við land og sumar í miklu magni. Engir borða meira af þörungum en Asíu- búar sérstaklega íbúar Japan, Kóreu, Kína og Tævan. Meðal íbúa við strendur þessara landa eru þörungar hluti af daglegri fæðu en engir borða þó meira en Japanir sem borða tæp 7 kíló af þörungum á hvern íbúa. Alls tekur Japansmarkaður við 800 þúsund tonnum árlega, þar af eru 700 þús- und tonn framleidd innanlands. Þetta eru einkum þörungar af þremur ættkvíslum raubþörunga náskyldir íslensku purpura- himnunni. Purpurahimnan er langsamlega mikii- vægust þeirra þörunga sem Japanir neyta. Meðalverð upp úr sjó var 100-200 krónur á hvert votvigtar- kíló en verðmunur gat verið þrítugfaldur eftir gæðum. Við verkun 20-faldast verðið en verkun fer þannig fram að fersk purpurahimna er kurluö, blönduð vatni og síðan pressuð og þurrkuð með sérstakri tækni. Endanlega varan er þunnt blað sem pakkað er í lofttæmdar umbúðir og geymist í 1-2 ár. Purpurahimna er lúxusvara í Japan og er einkum notuð í sushi-rétti, súpur, sælgæti og vín. Vænlegt að nýta þarann til manneldis Gunnar Ólafsson, þörunga- og lífefnafræðingur við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, höfundur skýrslunnar sem vitnað er til, hefur unnið að rannsóknum á þörungum erlendis en um rúmlega tveggja ára skeið hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Hann sagbi í samtali vib Ægi ab fyrst um sinn væri nýting á þara til manneldis vænleg- asti kostur íslendinga. Nóg er til af þara við landið og nokkrar rannsóknir hafa ver- ið gerðar á honum, t.d. í Breiðafirði. Purpurahimnan er eftirsóttust þörunga í heiminum til manneldis. Ef nýta ætti hana til útflutnings er hinsvegar líklegt að beita yrði ræktun því í náttúrunni vex himnan ekki í nægilegu magni. Lífsferill flestra tegunda purpurahimna er tiltölulega vel þekktur. Þetta er einær jurt sem vex upp, visnar og deyr. Plantan myndar gró sem vaxa upp í skeljum í örsmáar plöntur og nefnist hún skelbúi á því stigi. Skelbúinn mynd- ar síðan gró sem að ári vaxa upp í nýjar plöntur. Við rækt- un er gróunum sáð á skeljar í rannsóknar- stofu og síðan er þörungurinn látinn sá sér á kaðla sem liggja í sjó líkt og þekkt er við kræklingaræktun. „Þetta er sambland af hafbeit og ræktun, nokkurskonar hafrækt," sagði Gunnar í samtali við Ægi. Hann benti á að Frakkar, sem náð hafa allgóöum árangri í þörunga- rækt, hefðu gripið til þess ráðs að flytja inn tegundir af purpurahimnu og þara frá Asíu til þess að rækta. Þetta er gert til þess að mæta betur kröfum markaðarins sem er sá stærsti í heimi. Enn hefur ekki verið rann- sakað nákvæmlega hve vel íslenskar teg- Gunnar Ólafsson, þörunga- og lífefnafræöingur. Slafak, brimsöl og Maríu- þang eru allt nöfn úr ýms- um landshlutum yfir þör- ung þann sem nú er nefnd- ur purpurahimna. Orðin slafak og marinkjarni eru talin keltnesk ab uppruna. Það stybur þá skoöun að ís- lendingar hafi fyrst kynnst áti sæþörunga á Bretlands- eyjum. Byggt á íslenskum sjávarhátt- um eftir Lúövík Kristjánsson. 28 ÆGIR SEPTEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.