Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 29

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 29
undir purpurahimnu falla markaönum í geö. Á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er unnið að þessu verkefni og hefur komið í ljós að gæði og heilnæmi íslenskra þörunga eru mikilvægustu atriðin þegar huga skal að markaðssetningu. Gunnar sagði að frumathuganir við Austfirði, sem farið hefðu fram á þessu ári, bentu til þess að gæði íslenskra þörunga væru mjög mikil og jafnvel meiri en innfluttra erlendra teg- unda. Þurrkuð purpurahimna er seld út úr búð á 20 þúsund krónur kílóið svo hér gæti leynst fjársjóður við strendur landsins. Mikið starf er óunnið við nánari rannsóknir en vísbendingar hafa fundist um mjög verðmæta tegund purp- urahimnu úti fyrir Austfjörðum. Við þörungaræktun gætu íslendingar nýtt sér hreinleika og kulda sjávarins en heitt vatn eða heitur sjór er ekki for- senda fyrir ræktun því þörungar þrífast vel í köldum sjó. „Við eigum góða mögu- leika á þessu sviði," sagði Gunnar. „Við þurfum að gæta okkar við markaðssetn- ingu og slá á rétta strengi í þeim efnum." Hann benti t.d. á þá stað- reynd að íslenskur þari á heimsmet í langlífi. Þess má að lokum geta að í kjölfar ráðstefnunnar Þjóðarhagur í þaraskógi, sem haldin var á Akureyri, tók Hótel KEA eitt íslenskra veitingahúsa þör- unga inn á matseðilinn. Lambakjöt og fleira bragð- bætt með þörungum hefur þar verið borið á borð fyrir að minnsta kosti tvær bæjarstjórnir sem fæstar hafa átt orð til að lýsa ánægju sinni. Á síöasta áratug voru meira en 3.5 milljón tonn þörunga nýtt í heiminum. Helmingur þess magns kemur frá Asíu en þar er ríflega helmingur þess framleiddur með ræktun. Nytjarnar skiptast í tvennt. Helmingurinn fer til manneldis en helmingur til efnavinnslu á gúmmí- og kvoðuefnum en sú vinnsla fer einkum fram í Evrópu og Bandaríkjunum. Auk þessa er mjöl unnið úr þangi, meðal annars á íslandi, áburð- ur er unninn úr þörungum, fegrunarlyfjaiðnaður notar þör- unga talsvert og tilraunir eru hafnar í Evrópu til þess að nota þömnga til þess að eyða þungmálmameng- un. Mörg fleiri not eru talin vera fyrir þör- unga og vaxandi áhersla er lögð á rann- sóknir á notagildi þeirra á Vesturlöndum. Af framanskráðu má ljóst vera að mögu- leikar íslendinga til nýtingar þangs, þara og þörunga eru nokkrir. Hráefnið er fyrir hendi við landið og aðstæður til þess að margfalda það með ræktun. Fjörur eru víð- áttumestar á Vesturlandi og magn og fjöl- breytni fjörugróðurs þar er mest. Grósku- miklir þaraskógar vaxa þó allt í kringum landið neðan fjörunnar, að sandströndum Suðurlands þó undanskildum. Margar teg- undir þörunga hérlendis eru af suðrænum uppruna og hafa hér norðurmörk út- breiðslu sinnar en nokkrar tegundir áhuga- verðra nytjaþörunga vaxa norðan við landið og hafa suður- mörk útbreiðslunnar hér á landi. Það er álit Gunnars Ólafssonar að stóraukna áherslu þurfi að leggja á að auka þekkingu á gæðum og vinnslu íslenskra þörunga. Þekking á vinnsluferlum í efnavinnslu er takmörk- uð hérlendis og erfitt að nálgast hana nema e.t.v með sam- vinnu við erlend stórfyrirtæki. Allgóð þekking er til hér- lendis varðandi framleiðslu á matþörungum en á Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins hefur verið unnið að rann- sóknum sl. tvö ár. Til þess að treysta markaðsstööu íslend- inga í þessum efnum telur Gunnar í skýrslu sinni að sýna þurfi fram á með rann- sóknum að íslenskir þörung- ar taki erlendum fram að gæðum og hollustu. Gunnar telur að velja þurfi af kostgæfni þá markaði sem stefnt skuli á. Hann telur að markaðir fyrir algínat, áburð og fóður séu erfiðir viður- eignar vegna stærðar og harðrar samkeppni svo væn- legast sé að komast inn á ört vaxandi matvælamarkaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann bendir og á að þörungar séu holl og góð fæða svo lík- legt sé að skapa megi nokkurn markað fyrir matþörunga hjá íslenskum almenningi. Gunnar sagði í samtali við Ægi að vænlegast væri að leita hófanna á heilsumörkuðum austan hafs og vestan meðal sí- vaxandi hóps fólks sem er tilbúið að greiða hærra verð fyrir hollustu. „Einnig er mikil eftirspurn eftir lífrænum vörum í dag, t.d. áburði fyrir landbúnaðinn, og þetta gætu íslendingar nýtt sér með framleiðslu á lífrænum áburði úr þangi og þara sem talinn er mjög góður fyrir vöxt plantna." Hollt sjávargrænmeti Ólöf Hafsteinsdóttir matvælafræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur kynnt sér þörunga sérstaklega og í skýrslu hennar, sem ber yfirskriftina: Þörungar - hollt sjávargrænmeti, segir um næringar- innihald þörunga: „Þang er til þess að fægja og hreinsa menn innan af kviðsótt, búveiki og öllu slími, gjörir mönnum nátt- úrlegan stólgang og góöa heilsubót." Úr Islandicu eftir Jón lœrða Guðmundsson. „Því er mér ekkert blygöun- arefni aö kannast viö þaö hér aö stundum safnar ve- sæll almúginn þara á fjör- um og neytir..." Úr íslandslýsingu Odds Einarssonar biskups frá 1590. ÆGIR SEPTEMBER 1994 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.