Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 16
Ný kynslóð af færavindum
Sjötta kynslóö færavinda frá DNG
„Viö hjá DNG erum nú aö kynna
nýja kynslóö af færavindum. Þetta
er sjötta kynslóö og heitir 6001,"
sagöi Kristján Jóhannesson fram-
kvæmdastjóri DNG í viðtali vib Ægi.
„Þetta er bylting í framleiöslu færa-
vinda því vib erum að taka í notkun
nýja tegund af mótor. Þetta er afrakst-
urinn af samstarfi okkar vib fremstu
sérfræðinga heims á þessu sviði en þeir
starfa vib háskólann í Sheffield í
Englandi. Árangurinn varð betri en við
þorðum að vona því nýi mótorinn
skilar 50% meira afli en notar minna
rafmagn en eldri gerðir. Við erum
hættir að nota rafmagn á rótorinn
heldur er hann knúinn af seglum sem
eru einnig nýir á markaðnum.
Tala saman og kenna hver annarri
En við erum að gera fleira. Tölvur
eru í auknum mæli notaðar til þess að
gera tækið öflugra og þægilegra í notk-
un. Þar gætir sömu þróunar og al-
mennt í tölvum, þ.e. þær verða öflugri
og fjölhæfari en jafnframt einfaldari í
notkun. í þessari sjöttu kynslóð erum
við ab stíga stórt skref inn í tölvuöld-
ina. Nú er notaður stór grafískur skjár
við stjórn vindunnar. Allar aðgerðir
eru valdar af skjánum og vindan er
enn einfaldari í notkun en eldri gerbir.
Vib getum látið vindurnar „tala sam-
an". Þetta þýðir að gagnaflutningur fer
fram um rafmagnsnetib sem tengir
vindurnar saman og þess vegna er nóg
að stilla eina vindu og hinar „læra"
síðan af henni. Það er hægt að ræsa og
stöbva allar vindurnar úr stjórnboxi í
stýrishúsi.
Þessar nýju tölvuvindur geta einnig
lært af eiganda sínum. Ef eigandinn
hefur sérstakan stíl við að hreyfa færið
og yfirleitt við veiðarnar getur hann
látið vindurnar nota nákvæmiega
sömu hreyfingar. "
Meb þessu blandast saman nútíma-
tækni og reynsla kynslóðanna. Arfur
forfeðranna flyst úr handbrögðum sjó-
mannsins í stafrænt form í minni tölv-
unnar. Þegar þessari nýju kynslóð
tölvuvinda er lýst hvarflar hugurinn
ósjálfrátt ab vélmennum og Kristján
segir að auðvitað séu þær eitt form vél-
menna eba róbóta.
„Róbót er tölvustýrð vinnuvél."
En það er að fleiru að hyggja en því
að draga fisk. Vindurnar þurfa að vaka
yfir orkulindum skipsins.
„í þessum vindum er mikil áhersla
lögb á rekstraröryggi. Ef eitthvað gerist
í rafkerfi bátsins sem hækkar eða lækk-
ar spennuna lætur vindan vita um
leið. Einnig er hægt að hafa stöðugt
eftirlit með rafkerfinu á skjánum."
Færaveiðar meb
vindum eru vel
þekkt veiðiaðferð
vib norðanvert Atl-
antshaf, en vax-
andi áhugi er á
þessari aðferð í
öðrum heimshlut-
um. DNG hefur
náð mjög góðum
árangri á ýmsum
mörkuðum erlend-
is en íslenskir
handfæraveiði-
menn hafa verið
bestu viðskiptavin-
ir DNG og hafa
lagt ómetanlegan skerf af mörkum við
þróun færavinda fyrirtækisins í áranna
rás.
„Þessi tækni er þróuð með mjög
góbri og náinni samvinnu vib íslenska
sjómenn. Þeir eiga mjög stóran þátt í
því hvað þarna er ab gerast."
Kristján segir að vonir séu bundnar
við að nýja kynslóðin fái góbar vibtök-
ur. Enn sem komið er hefur þetta
tækniundur aðeins verið kynnt á sýn-
ingum hér heima og í Noregi og hefur
vakið óskipta athygli hvar sem hún
hefur farib. Næst liggur leiöin á fjöi-
sótta sjávarútvegssýningu í Seattle í
Bandaríkjunum.
DNG er 9 ára gamalt fyrirtæki sem
hefur alla tíð haft bækistöövar sínar á
Akureyri og lagt frá upphafi megin-
áherslu á tölvustýrðar færavindur. Nú
eru starfsmenn fyrirtækisins 11. Fyrir-
tækið vinnur jafnframt að ýmsum
verkefnum þar sem framþróun og há-
tækni koma við sögu. Þannig hefur
DNG unnið við uppsetningu sjálf-
virkra veðurathuganastöðva með
Vegagerðinni og sitthvað fleira mætti
nefna af tækniþjónustu.
Bræburnir Davíb og Níls Gíslasynir
uppfinningamenn þróuðu fyrstu gerð
þessara vinda og íslenskir trillukarlar
voru ekki lengi að taka við sér. Nú,
fimm kynslóöum tölvuvinda síðar,
Nýja færavindan frá DNG.
heldur þróunin stöbugt áfram og hver
kynslóð er fullkomnari og færari en sú
næsta á undan. Kristján upplýsir að
stefnt sé að því að næsta kynslóð
vinda taki fiskinn einnig af önglinum
við borðstokkinn og leysi þannig
mannshöndina enn frekar af hólmi.
„Mitt álit er að bilib milli færaveiða
með nýjustu tækni og sjálfvirkra línu-
veiða sé stöðugt ab minnka. I framtíð-
inni eigum við eflaust eftir að sjá ein-
hvers konar samruna þessara tveggja
veiðiaðferða." □
16 ÆGIR SEPTEMBER 1994