Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 10

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 10
„Þaö er ekkert undan Norðmönnum að kvarta. Þetta er ágætis- fólk, frændur okkar og vinir. Þeir eru nauðalík- ir okkur nema hvað við höfum ögn meira af keltnesku blóði og högum okkur stundum samkvæmt því. Ég tek ekki undir nein illinda- orð í garð Norðmanna. Það þýðir ekkert að kvarta undan því að þeir séu harðir við- skiptis. Við þurfum bara að vera það líka.“ „Norðmenn hafa jafnan á reiðum höndum til- vitnanir í ræður Guð- mundar Eiríkssonar sér í hag. Þessi emb- ættismaður fór yfir sín mörk í málflutningi. Af þessu leiddi að hann var tekinn út úr við- ræðunum því hann hef- ur haldið fram sjónar- miðum sem samrýmast ekki stefnumótun íslensku ríkisstjórn- arinnar.“ styrkt íslendinga til að halda uppi of stór- um skipastól. Þannig hafa þeir sjálfir stuölað að þeirri stöðu sem nú er uppi." Klettar hafa enga efnahagslögsögu Nú sagði Lúðvík Jósepsson fyrrum sjáv- arútvegsráðherra í viðtali i Ægi nýlega að Jan Mayen-samningurinn um loðnuveiðar vœri vondur því við hefðum samið afokkur vegna frœndsemi við Norðmenn. Verður þessi samningur endurskoðaður ef tií alvar- legra samningaviðrœðna kemur við Norð- menn? „Ég hef ekki myndað mér sérstaka skoð- un á því hvort þessi Jan Mayen-samningur er vondur eða góbur. Jan Mayen er klettur og klettar hafa enga efnahagslögsögu sam- kvæmt hafréttarsáttmálanum. Það er veik staba að spretta upp slíkum samningi hálfum öðrum áratug síðar, sé það rétt ab vib höfum samið af okkur. Þegar samningurinn var gerður geri ég ráð fyrir að skammtímasjónarmið hags- munaaðila hafi ráðið ferbinni eins og oft gerist. Það sem við náðum þó er veiðirétt- ur og óskert lögsaga og ákveðinn réttur til hlutdeildar í nýtingu auðlinda á hafsbotni ef einhverjar eru." Að nefna snöru í hengds manns húsi Nú ferð þú með forystuhlutverk í þessu „þorskastríði" við Norðmenn. Þegar íslend- ingar stóðu í slíkum stríðum áður var það jafnan sjávarútvegsráðherra sem, ásamt forsœtisráðherra, fór fyrir þjóðinni. Hver er ástœða þessa? „Ég les það í norskri pressu að skúrkur- inn í þessu máli sé þessi Hannibalsson. Ég átti hlut að því ásamt forsætisráðherra ab koma í veg fyrir setningu reglugerðar sem hefði bannað þessar veiðar. Vegna þess að þetta er milliríkjamál fór ég með sjávarút- vegsráðherra til fundar í Stokkhólmi. Þar var rætt um rétt okkar til að veiða í Smug- unni en þar nefndi ég í fyrsta sinn Sval- barðamálið sem varð reyndar til þess að upp úr sauð því þab var að nefna snöru í hengds manns húsi. Ab öbru leyti tel ég ab það sé orðin full samstaöa innan ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Ef við Þorsteinn Pálsson höfum ein- hvern tímann ekki verið samstíga í þessu máli þá erum við það vonandi núna." Embættismenn móta ekki stefnu „Ég sá Halldór Ásgrímsson halda því fram í viðtali í Ægi að það væri til marks um stefnubreytingu íslenska stjórnvalda í þessu máli ab Guðmundur Eiríksson emb- ættismaður hér í ráðuneytinu hefði verið settur til hliðar í þessu máli. Ég hef verið gagnrýndur fyrir þetta. Ég veit ekki til þess að embættismenn eigi að móta stefnu. Það gera stjórnmálamenn. Hafi embættismenn aðra stefnu en stjórnvöld ber þeim að víkja. Norðmenn hafa jafnan á reiðum hönd- um tilvitnanir í ræður Guðmundar Eiríks- sonar sér í hag. Þessi embættismaður fór yfir sín mörk í málflutningi. Af þessu leiddi að hann var tekinn út úr viðræðun- um því hann hefur haldið fram sjónar- miðum sem samrýmast ekki stefnumótun íslensku ríkisstjórnarinnar. Þetta er að vísu aðeins smáfótnóta í þessu mikla máli - hreint aukaatriði. Ég sé svo í blöðum að sjávarútvegsráð- herra er að ráða þennan sama embættis- mann til einhverra starfa í sjávarútvegs- rábuneytinu. Þetta er vægast sagt óvenju- legt." Hefði haldið byssunni Varstu sammála þeirri ráðstöfun sjávar- útvegsráðherra að skrúfa fallbyssuna af varðskipinu Óðni áður en það var sent á miðin í BarentshafJ? „Nei, mér fannst sú ráðstöfun óþarfi." Því hefur verið haldið fram að þetta mál sé notað í Noregi eins og hrossabrestur til að draga athygli norsks almennings frá at- kvœðagreiðslunni um EBS. Á sama hátt hafa Norðmenn sagt að það sé ekkert hcegt að tala við íslendinga um þetta mál fyrr en búið verður að kjósa í vor. „Þjóðaratkvæðið um ESB-aðild Noregs er stærsta mál Norðmanna eftir stríð og stjórn og stjórnarandstaða bítast um norskar sálir. Þeir geta ekkert samið um þetta mál fyrr en þjóðaratkvæðagreiðslan er að baki. í þessari baráttu hentar norsk- um stjórnvöldum vel að sýnast hörð og ósveigjanleg eins og í samningum vib ESB um norsk fiskimið. Okkur er ekkert ab vanbúnaði að semja og kosningar hér há okkur ekkert í því máli. Kjarni málsins er sá ab þetta verður allt 10 ÆGIR SEPTEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.