Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1994, Side 21

Ægir - 01.09.1994, Side 21
kvóta Osveia eða útgerðin í heild fékk í ár. Hann fiskar bara og sendir skýrslu daglega í land um aflamagn og skipt- ingu milli tegunda. Hann segir ekki mikla umræðu meðal sjómanna um það hvort ákvarðanir fiskifræðinga séu réttar. „Við verðum að treysta þeim vís- indamönnum sem hafa menntað sig til þess að fylgjast með fiskinum í haf- inu. Þeir hafa engra eiginhagsmuna að gæta. Þá varðar aðeins um fiskinn og nota tölvur til þess að vinna úr upplýs- ingunum frá skipunum. Það er ekki mikið talað um kvóta- svindl því eftirlit er nokkuö strangt með því að skipin hafi tilskilin leyfi til veiða og útgerðin eigi kvóta. Slík leyfi og vottorð þurfa að liggja fyrir í hvert sinn sem farið er úr höfn." Osveia er í ríkiseign en fjöldi út- gerða er í einkaeign eftir breytingarnar í þjóðfélaginu og Valentín telur ekki loku fyrir það skotið aö skip í einka- eign geti svindlað á kvótanum. Valentín ítrekar traust það sem hann segist bera til fiskifræðinga og embættismanna og virðist hissa þegar honum er sagt að á islandi efist margir sjómenn og skipstjórar um útreikninga fiskifræðinga. „Ég get alltaf fundið fisk en ég hef enga yfirsýn yfir áhrif veibanna og hlýt því að treysta fræðimönnum." Valentín sagðist ekki hafa nema góba reynslu af samskiptum vib ís- lendinga og ekki hafa heyrt annað frá áhöfninni. Skipið hefur viðdvöl í eina viku hér á landi og áhöfnin á fri á meðan að mestu. Því næst siglir Osveia til Murm- ansk til minniháttar viðgeröa og held- ur síðan á veiðar aftur í þriggja mán- aða túr. Valentín sagbi að yfirmenn- irnir væru oft þeir sömu lengi en al- gengt væri ab skipt væri alveg um undirmenn milli veiðiferða. Hann sagðist því telja að mjög fáir um borð hefbu komið oft áður til íslands. Hvergi meira af rússneskum bílum Eitt af því sem oft kemst í fréttir eru bílaviðskipti Rússanna hérlendis og stundum gera rússneskir togarar sér ferð til íslands sérstaklega til bílavið- skipta. Hvers vegna eru þessi viðskipti svona arðvænleg? „Hér er meira af rússneskum bílum en í nokkru landi utan Rússlands. Þess- vegna er framboðið gott og verðið tvisvar til þrisvar sinnum lægra en á samskonar jafngömlum bílum heima í Rússlandi. Hér getur háseti eignast bíl sem hann hefði aldrei efni á að kaupa heima," segir Valentín. „Efnahags- ástandið er algjörlega í molum." Nokkuð mun og vera um að bílarnir séu seldir þegar heim kemur með góð- um hagnaði. Á hafnarbakkanum stóð númerslaus Lada sem nýbúið var að selja einum skipverja Osveia fyrir 100 dollara. Það jafngildir 200 þúsund rúbl- um eða tæplega mánaðarlaunum kenn- ara í Murmansk en þar eru laun reynd- ar almennt hærri en sunnar í landinu. Því hefur verið haldið fram að senn dragi úr löndunum rússneskra togara hérlendis því aukin eftirspurn sé eftir fiski á heimaslóð og fiskvinnsla þar sé í hraðri uppbyggingu. Verðum að bjarga okkur „Nú fær útgerðin enga ríkisstyrki svo hún verður að bjarga sér sjálf og selja á hæsta veröi sem býðst. Vinnsl- an heima er alls ekki samkeppnisfær með verð. Við skiljum vel að fólk þarf að fá að borða en útgerðin verður ab lifa. Viö höfum ekki efni á því aö selja fiskinn heima. Ég sé ekki breytingu framundan á þessum málum," segir Valentín. Hann segir að rekstur útgerðanna sé, eftir því sem hann þekkir til, erfið- ari nú en fyrir tveimur þremur árum. Aðlögunin ab einkarekstri og markaðs- búskap hefur reynst mörgum fyrirtækj- um mjög erfið og margt breytingum undirorpið. íslendingar engir sjóræningjar Að lokum spyrjum við Valentín hvort almennt sé litið mjög alvarleg- um augum á veiðar íslendinga í Smug- unni en af opinberri umræbu hefur mátt skilja að þær væru helsta hindrun þess að samskipti þjóðanna væru með eðlilegum hætti. „Ég hef ekki orðið var við neina umræðu af því tagi og hef ekki heyrt neinn tala um sjóræningjaveiðar. Mín persónulega skoðun er sú að Smugan sé alþjóðlegt hafsvæði og einskis manns land og íslendingar hafi ekki minni rétt til veiða þar en aðrar þjóöir. Ég hef ekki heyrt neinn rúss- neskan sjómann gagnrýna veiðar íslendinga þar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri orðið sjóræningi nefnt í þessu sambandi." Osveia er 9 ára gamall frystitogari, 1900 brúttótonn, smíöaöur í A-Þýskalandi. ÆGIR SEPTEMBER 1994 21

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.