Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 15
útgerðarmönnum finnst þó
sárast er að hlutaskiptakerf-
ið, eins og það er í kjara-
samningum í dag, leiði til
alls kyns óréttlætis og rang-
látrar tekjuskiptingar.
Það þekkist hvergi annars
staðar að launakostnaður at-
vinnurekenda aukist því
meir, þeim mun færri starfs-
menn sem hann hefur í
vinnu eða atvinnurekandi
þurfi t.d. að greiða 5 starfs-
mönnum laun 10 manna.
Menn spyrja sig hvort það
sé eðlilegt að launakjör
starfsmanna séu byggð
þannig upp að þau leiði til
þess oft á tíðum að afköst
minnki, gæðum hraki, ör-
yggi starfsmanna geti veriö
stefnt í hættu og launakjör-
in leiði til þess að ekki er
hægt aö stunda ákveðna
starfsemi vegna óheyrilegs
launakostnaöar eða at-
vinnurekandinn bæti við
Spurning
mánabarins
óþarfa mannskap til þess að
halda launakostnaðinum
niðri. Þá má benda á í þessu
sambandi að hlutaskipta-
ákvæði kjarasamninganna
eru í dag slík að það er nán-
ast enginn hvati fyrir út-
gerðarmann að leggja í dýr-
ar framkvæmdir til að auka
verðmæti aflans eða létta
störf áhafnar af því skip-
verjarnir fá í sinn hlut stærri
hlut ávinningsins. Við þetta
fyrirkomulag er ekki hægt
að una enda vekur þetta
hlátur annarra atvinnurek-
enda sem skilja eðlilega ekki
hvernig þetta er hægt.
Ljóst er að hlutaskipta-
kerfið og launakjör sjó-
manna almennt þarf að
brjóta upp og endurskoða
gaumgæfilega í næstu kjara-
samningum."
Hólmgeir Jónsson
framkvæmdastjóri
Sjómannasambands íslands
Hafna fullyrðingum LÍÚ
um launakostnað
„Varðandi þá spurningu
hvort ástæða sé til þess að
endurskoða launakjör sjó-
manna með það fyrir aug-
um að hverfa frá núverandi
hlutaskiptakerfi sjómanna
er mitt álit að svo sé ekki.
Á vettvangi Sjómanna-
sambands íslands hafa hlið-
stæðar spurningar reyndar
oft skotið upp kollinum.
Verði núverandi hluta-
skiptakerfi sjómanna aflagt
kæmi helst til greina að taka
upp svipuð launakerfi og
tíðkast í landi. Slíkt er hins
vegar nokkuð flókið vegna
eðlis starfsins. Til dæmis
yrði að mínu mati að reikna
sjómönnum kaup fyrir allan
þann tíma sem þeir eru
bundnir vinnustaðnum
óháð því hvort þeir eru við
vinnu eða ekki.
Ég hafna þeirri fullyrð-
ingu sem slegið hefur verið
fram að launakostnaður út-
gerðarinnar sé óeðlilega hár
í samanburði við aðrar at-
vinnugreinar. Verði hluta-
skiptakerfið aflagt og tekið
upp fastlaunakerfi er hætt
við að launakostnaður sem
hlutfall af tekjum útgerðar-
innar kæmi til með að
aukast frá því sem nú er. Ég
leyfi mér að efast um aö
laun sjómanna myndu
lækka frá því sem nú er þeg-
ar tii heildarinnar er litið.
Hlutaskiptakerfið veldur því
að tekjur sjómanna eru
mjög sveiflukenndar. Einn
mánuður getur skilað veru-
lega háum tekjum en síöan
koma margir lélegir mán-
uðir, þannig að þegar upp
er staðið er álitamál hvort
launin hafi verið fyrirhafn-
arinnar viröi. Vonin um
stóra vinninginn er hins
vegar alltaf fyrir hendi
vegna hlutaskiptakerfisins
og sem betur fer er heppnin
stundum með mönnum. Ef
hvatinn er ekki fyrir her.di
er hætt við að tekjur útgerð-
arinnar lækkuðu þar sem
sjómennirnir sem sækja afl-
ann hefðu lítinn hag af því
að fá sem mest fyrir hann.
Því væru sjómennirnir eðli-
lega ekki tilbúnir til þess að
leggja eins mikið á sig til að
ná sem mestum verðmæt-
um á sem stystum tíma.
Helsti kostur hlutaskipta-
kerfisins er hvatinn sem
þannig launakerfi felur í
sér. Hagsmunir útgerðar-
innar og sjómannanna fara
saman þar sem auknar tekj-
ur fyrir útgerðina þýða jafn-
framt hærri laun fyrir sjó-
mennina. Það er því beggja
hagur að þannig sé frá afl-
anum gengið að sem mest
fáist fyrir hann. Jafnframt
er það beggja hagur að afl-
anum sé náð á sem stystum
tíma.
Launakostnaður útgerðar-
innar sem hlutfall af tekjum
er þekkt stærð og helst
óbreytt þegar búið er að
ákvarða fjölda manna um
borð. Ég leyfi mér að full-
yrða að útgerðarmenn sjálfir
væru ekki tilbúnir til að
leggja niður hlutaskiptakerfi
sjómanna og taka upp ann-
að launakerfi. í 6. tbl. Út-
vegs, rits LÍÚ, spyr Jónas
Haraldsson hvort eðlilegt sé
að heildarlaunakostnaður
útgerðarmanns frystitogara
sem frystir síld um borð
skuli vera 60%. Mitt svar er
að slíkt sé ekki eðlilegt. Hins
vegar er í gildi kjarasamn-
ingur sem gerir að verkum
að útkoman verður eins og
lögfræðingurinn lýsir. Engin
tilraun var gerð til að fá
kjarasamningi breytt áður
en skipið hóf veiðar og því
ekki hægt að kenna hluta-
skiptakerfinu sem slíku um.
Ég er hissa á að slíkt undan-
tekningardæmi skuli sett
fram í þeim tilgangi að kasta
rýrð á hlutaskiptakerfi sjó-
manna. Engir hlutir em
óbreytanlegir og hluta-
skiptakerfi sjómanna er þar
engin undantekning. Það
hefur hinsvegar ekki gengið
þrautalaust fyrir Sjómanna-
samtökin að fá eðlilegar við-
ræður um nauðsynlega end-
urskoðun kjarasamning-
anna í kjölfar breyttra út-
gerðarhátta."
Eiríkur Stefánsson
formaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Fáskrúðsfjarðar
Skora á Jónas og
Kristján að skipta
„Mitt svar við spurningu
um hvort eölilegt sé að end-
urskoða launakjör sjó-
manna, þ.e. hlutaskiptaregl-
una, er neikvætt. Með því
kerfi sem í gangi er varðandi
launakjör sjómanna þá full-
yrði ég að enginn sjómaður
er of hátt launaður og marg-
ir sjómenn eru mjög lágt
launaðir þar sem vitað er að
oft koma mánuðir þar sem
laun sjómanna eru ein-
göngu trygging.
Það er alveg Ijóst að þeir
sem vilja endurskoða launa-
kjör sjómanna eru ekki að
Framhald á bls. 17.
ÆGIR SEPTEMBER 1994 15