Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 13

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 13
Troll með breyti- legum möskvum Fyrirtækiö FishNet í Aberdeen hefur kynnt sérstæða nýjung sem þaö kallar uppfinningu aldarinnar í netagerö. Hér er um aö ræöa nýja tækni við garnhnýtingu sem gerir kleift að breyta möskvastærð netsins. Möskvarnir geta veriö fer- kantaðir, sex- eða átthyrndir og á stuttum tíma skal vera hægt að breyta stærð þeirra. Þannig má nota eitt og sama veiðarfærið á mismunandi veiðum. Eins og það sé ekki nóg staðhæfa forsvars- menn fyrirtækisins að verið sé að þróa tækni sem geri kleift að breyta möskvastærðinni meðan trollið er í sjó og laga hana að þeim afla sem gefst hverju sinni. Fjögurra ára þróunarvinna og ómælt fé hefur verið lagt í þessa merku uppfinningu. (Fiskeri Tidende, ágúst 1994) Skipst á skotum í túnfiskstríði Spænskir fiskimenn hafa skotið á franskan túnfiskbát á veiðum í Biskayaflóa. Franskur sjómaður slasaðist í skothríðinni. Hatrammar deilur geisa á þessu svæði milli Spánverja annars vegar og Frakka og Breta hins veg- ar. Spánverjar saka þá um að nota ólöglegt net við túnfisk- veiðarnar. Frakkar segja ásak- anirnar tilhæfulausar með öllu og telja sig í fullum rétti við veiðarnar. Bretar hafa brugðist við þessu með því að senda varð- skip til verndar breskum tún- fiskveiðibátum á Biskayaflóa. Skipin HMS Alderney og HMS Anglesey munu vaka yfir þar yfir flotanum. (Fishing News, ágúst 1994) Var Kólumbus Norðmaður? Fyrir nokkrum árum skutu upp kollin- um kenningar Norðmanna um að land- könnuðurinn og sæfarinn Kristófer Kól- umbus hafi verið af norsku bergi brot- inn, nánar tiltekiö frá Hyen í Norður- firði í Noregi. Fram til þess hafði verið trú manna að Kólumbus hefði verið ítali, fæddur í Genúa. Þetta vakti nokkra kátínu og var fjallað talsvert um upp- runa Kólumbusar í heimspressunni. Nú hafa yfirvöld í Norðurfirði ákveðið að setja upp skemmtigarð til minningar um Kristófer Kóiumbus í Hyen. Þar verða m.a. upplýsingar um ævi og störf sæúlfsins og stytta af honum. í þessu sambandi er rétt að rifja upp kenningar um að Kólumbus hafi haft vetursetu í Rifi á Snæfellsnesi áður en hann fann Ameríku og það hafi verið íslenskir sjó- menn sem vísuðu honum á fyrirheitna landið. (Byggt á Fiskaren, ágúst 1994) Lff og fjör, glæsilegir gististaðir, einstakar strendur og saffrgrænn og ylvolgur sjórinn. Nánari upplýsingar í bæklingi Úrvals -Útsýnar, Vetrarsól, sem kemur út um miðjan september. Lágmúla 4: stmi 699 300, Hafnarfirði: sími 65 23 66, Keflavík: sími 11353, Selfossi: sími 21666, Akureyri: sími 2 50 00 - og bjá umboðsmönnum um laná alll. m ÚRVAL-ÚTSÝN trygging fyrir gæöum ÆGIR SEPTEMBER 1994 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.