Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 23
árið 1994 vegna skerðingar á þorsk-
kvóta eða allt að 25-30% af vinnsl-
unni. Fyrsti rússatogarinn landaði á
Vopnafirði og þar hafa samskipti
heimamanna og Rússa verið með mikl-
um ágaetum.
„Það fylgja þessum mönnum engin
vandræði samanborið við íslendinga,"
segir Friðrik.
Á Vopnafirði hafa opinberir emb-
ættismenn, að sögn Friðriks, aldrei ver-
ið með stæla en komið fram af sann-
girni án þess að slaka á kröfum. Reynt
hefur verið að láta erlendum sjómönn-
um líða vel á Vopnafirði, farið með þá
í sund og skoðunarferðir. Fyrir utan
hin klassísku bílaviðskipti hafa Rúss-
arnir aöeins keypt kost úr Kaupfélag-
inu.
Á Vopnafirði var gerð tilraun til að
kaupa ferskan fisk af Rússum og stýri-
maður var sendur með einum togar-
anna í heilan túr í Barentshafið til að
kenna þeim meðhöndlun. Samvinnan
gekk vel en verðið sem Rússar vildu fá
var of hátt. Friðrik segir að Rússafiskur-
inn hafi bjargað Vopnafirði frá stór-
felldu atvinnuleysi og hugsanlegum
fólksflótta vegna gífurlegrar skerðingar
á kvóta sem nemur 75% skerðingu frá
1987. Það jafngildir 40 þúsund vinnu-
stundum frá sama tíma. Hvað ef Rússa-
þorskurinn hverfur líka, hvaö verður
þá um Vopnafjörð?
(ft
Kælimiðtar
R-134a
R-22
R-502
R-12
[K/ELITÆKNIil
Skógarhlíð 6
101 Reykjavík
Sími 91-614580
Fax 91-614582
„Þá verðum við bara að finna eitt-
hvað annað. Það þýðir ekki að gefast
upp."
Harmar hlutinn sinn, hásetinn ...?
Sé það rétt að hlutur áhafnarinnar á
rússneskum frystitogurum sé 2-3% af
brúttverðmæti afla verður hver háseta-
hlutur fremur rýr miðað við það sem
íslenskir sjómenn eiga að venjast.
Osveia kom með 240 tonn af þorski
og lúðu eftir þriggja mánaða útivist.
Samkvæmt bestu heimildum Ægis
mun verðið vera 13-1400 dollarar pr.
tonn. Það þýðir að brúttóverðmæti afl-
ans í íslenskum krónum er 21-23
milljónir króna. Hlutur áhafnarinnar
af því er, miðað við gefnar forsendur,
630-690 þúsund krónur. Það þýðir að
hlutur hvers háseta er 18-19.000 ís-
lenskar krónur fyrir þrjá mánuði. Það
þýðir um 6.000 krónur á mánuði. Sé
það umreiknað yfir í rúblur þýðir það
um 180 þúsund rúblur á mánuði sem
er nálægt kennaralaunum.
Þess ber að geta að áhafnir rúss-
neskra skipa fá greitt aukalega fyrir að
landa úr skipinu. Samkvæmt heimild-
um Ægis mun sú greiðsla nema 7 doll-
urum pr. tonn sem áhöfnin síöan
skiptir milli sín. Auk þessa er alltaf
eitthvað magn af „svörtum fiski" í
gangi. Það er fiskur sem áhöfnin selur
beint og fær hagnaðinn óskiptan. □
VðKVAAFLSTÖÐVAR
Framleiðum vökvaaflstöðvar í öllum
stærðum og gerðum, allt eftir óskum
kaupanda.
Veitum tæknilega aðstoð við hönnun
og útreikninga og allar upplýsingar.
Gerum verðtilboð án skuldbindinga.
Vönduð framleiðsla - margra ára
reynsla.
Varahluta- og
viðgerðarþjónusta.
\LANDVElAfíHF\
SMIDJUVEGI66 KÓPAVOGI SÍMI91-76600
BAKVAKT985-22424 FAX91-78500
ÆíGIR SEPTEMBER 1994 23