Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 18
Stutt í að vélarnar bjóði
manni góðan daginn
Baader-menn mikilvægir fyrir fyritækin
Árni Guöbjartsson, Baader-maður hjá Granda: „Góður maður
heyrir á hljóðinu um leið og eitthvað fer úrskeiðis."
„Sem verkstjóri í frystihúsi úti á landi byrjaöi ég einfaldlega ab
vinna í vélinni. Þaö var ég búinn aö gera í mörg ár þegar ég fór
fyrst á námskeiö hjá Baader og læröi gífurlega mikiö. Námskeiö-
in eru nauösynleg en reynslan er besti skólinn." Þetta segir Árni
Guöbjartsson sem er Baader-maöur hjá Granda hf. Vélasamstæö-
urnar sem hausa, flaka og roöfletta fiskinn eru aö mörgu Ieyti
hjarta hvers frystihúss. Afkoma fyrirtækjanna getur oltiö á nýt-
ingu vélanna og hvert hálft prósent skiptir gífurlega miklu máli.
Páll Ásgeir Ásgeirsson.
Alls eru 8 vélasamstæður í Granda,
5 fyrir karfa og 3 fyrir bolfisk, sem
Árni sér um ásamt aðstoöarmanni sín-
um. Þeirra verk felst í því að halda
hnífum vélanna stöðugt hárbeittum,
smyrja þær stilla og halda þeim við
svo þær gangi alltaf eins og klukkur.
Stöðugt eru tekin sýni til að fylgjast
með nýtingunni og gripið til aðgerða
ef eitthvað fer úrskeiðis. Vinnutíminn
hefur í allt sumar verib frá 7 á morgn-
ana til 7 á kvöldin að laugardögum
meötöldum.
„Þegar búib er ab ná hámarksnýt-
ingu úr hverri vél þarf að vaka yfir því
og halda sér á þeim topp," segir Árni.
„Síðan er mjög mikilvægt að sá sem
raðar fiskinum í vélina vinni sitt verk
af samviskusemi og kunnáttu. Þó vélin
sé góð þá er það maöurinn sem ræður
endanlegum árangri. Góður maður
heyrir á hljóbinu um leið og eitthvað
fer úrskeiðis."
Grandi er í fremstu röb fyrirtækja á
sínu sviði og sést eflaust best á því að
allt síðasta ár var þar í notkun ný
karfaflökunarvél frá Baader sem var sú
eina sinnar tegundar í heiminum. í
Granda var hún þróub og fínstillt af
sérfræbingum Baader-verksmiðjanna
og er nú tilbúin til framleiöslu.
„Það var ákaflega gaman að taka
þátt í þessu verkefni," segir Árni.
„Þessi nýja vél tekur þeim gömlu mjög
mikið fram bæbi í vinnsluhraða og
nýtingu."
Baader-maðurinn í Granda vinnur
ebli málsins samkvæmt náið með
verkstjórum og gæbastjórum sem
fylgjast með vinnslunni. Tölva fylgist
með nýtingunni og tölvur stjórna vél-
unum í vaxandi mæli.
„Það styttist í að þær bjóði manni
góðan daginn á morgnana," segir
Árni.
Mjög mikil og vaxandi eftirspum er
eftir færum Baader-mönnum, sérstak-
lega um borð í frystitogurum þar sem
enn mikilvægara er en í landi að ekk-
ert fari úrskeiðis.
Langt nám og áratuga reynsla
Baader-umboðið hefur staðið fyrir
námskeiðum þar sem kennt er á
Baader-fiskvinnsluvélar í áratugi.
Fyrsta námskeiðið var haldið í Þýska-
landi árið 1956. Síðar nutu íslendingar
þeirra forréttinda að hingað komu
þýskir sérfræðingar til þess að kenna
heimamönnum á vélarnar. Námskeið-
in voru lengi alfarið á vegum Baader
en hin síöari ár í samvinnu við Fisk-
vinnsluskólann.
Baader-námskeiðum lýkur ekki með
prófi heldur afhendingu skírteinis um
að viðkomandi hafi lokið námskeið-
inu. Það veitir engin réttindi til starfa
við Baader-vélar og engir sérsamningar
eru til fyrir þá sem vinna við vélarnar.
Samkvæmt bestu heimildum Ægis eru
sumir Baader-menn um borð í togur-
um á 1.5 hlut eins og 1. vélstjóri yfir í
að vera á sléttum hásetahlut þó ábyrgð
þeirra sé meiri og vinnutíminn annar.
18 ÆGIR SEPTEMBER 1994