Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 31
Tafla 2 Dökksilfri Diretmoides parini
Veibiskip Veiðarfæri Mán. ár Veibistabur Dýpi (m) Lengd (cm) LT SL Geislar B R Tálknboga- tindar
1. Raubinúpur ÞH bv 92 IV Litladjúp 220-238 39 31.5 28 22 18
2. Vestmanney VE bv 93 III Rósagarbur 640-695 36 32 27 18 20
3. Otto Wathne NS fv 93 IV SV af Reykanesi 1 450-600 25 21.5 26 22 19
4. Andvari VE bv 93 IV Stórhöfba 183-238
5. Venus HF fv 94 II 62°10'N 25°45'V 750-860 37 30 28 22 19
6. Ýmir HF fv 94 IV SV af Reykanesi 2 - 23 19 28 21 18
7. t'erney RE fv 94 IV 62°00’N 27°30’V 494-677 26 21 28 24 19
1) Utan viö 200 sjómílna mörkin. 2) Utan 200 sjómílna markanna eöa rétt innan þeirra. Skýringar: bv = botnvarpa; fv = flotvarpa; LT = heildarlengd; SL = lengd aö sporöblööku.
minnst á þá eru dökk- og svartsilfri mjög líkir
í útliti, báðir nokkuð hávaxnir og þunnvaxn-
ir, með stór augu og stóran skásettan kjaft.
Reynt hefur verið að greina þá í sundur á
þann hátt sem kemur fram í töflu 2.
Þar sem fjöldi geisla bæði í bakugga og rauf-
arugga skarast hjá þessum tveimur tegundum
og oft vantar á enda kviðugga vegna slæmrar
meðferðar í veiðarfærum þá er fjöldi tálkn-
bogatinda á 1. boga öruggasta greiningaratrið-
ið. Á sex af þeim sjö dökksilfrum sem hér hafa
veiðst voru tálknbogatindar á 1. boga taldir og
eru niðurstööur sýndar í 1. töflu. Þar sést að
fjöldi tálknbogatinda er ýmist 18, 19 eða 20
einsog hjá dökksilfra. Fjöldi geisla í bak- og
raufaruggum gæti átt við báðar tegundirnar.
Auk þess reyndist lengsti geisli í kviðuggum ná
að eða næstum því að fremsta geisla rauf-
arugga hjá flestum fiskanna. Þar sem það var
ekki gæti hann hafa slitnað í endann.
Það er því greinilegt að hér er um dökk-
silfra að ræða en ekki svartsilfra enda mun
hann vera fiskur annarra hafsvæða en dökk-
silfri og hafa fræðingar jafnvel dregið í efa að
svartsilfri hafi nokkurntíman fundist í NA-
Atlantshafi enda þótt til sé um hann heimild
frá Madeira og einnig á hann að hafa fundist
vib Grænland.
Af þeim sjö dökksilfrum sem til þessa hafa veiðst á íslandsmiðum
fengust fjórir í flotvörpu djúpt suðvestur af Reykjanesi á 500-700 metra
togdýpi (2. mynd og tafla). Hinir þrír veiddust allir í botnvörpu, einn
djúpt í Rósagarði en hinir tveir á mun grynnra vatni í Litla djúpi og við
Vestmannaeyjar. O
Heimildir:
Gunnar Jónsson. 1992. íslenskir fiskar, 2. útg.
aukin. Fjölvaútgáfan, Reykjavík.
Gunnar Jónsson, Jakob Magnússon, Vilhelm-
ína Vilhelmsdóttir og Jónbjörn Pálsson.
1993. Nýjar og sjaldséðar fisktegundir á ís-
landsmiðum 1992. Ægir, 86(3),131-135.
Gunnar Jónsson, Jakob Magnússon, Vilhelm-
ína Vilhelmsdóttir og Jónbjörn Pálsson.
1993. Sjaldséðir fiskar árið 1994. Ægir,
87(3),28-32.
Post, A. 1986. Diretmidae í: Fishes of the
North-eastern Atlantic and the Mediterra-
nean, Vol. 2, 743-746. Unesco, Paris.
^ NAVICO
Verð kr. 39.900,-stgr. ni/vsk.
VHF - BÁTASTÖÐVAR
► 55 sjórásir
► Skanner
► Minnisskanner
► Tveggja rása vöktun
► 25W og 1W o.fl.
X
Í5t€*l
Síðumúla 37, s. 91-687570
ÆGIR SEPTEMBER 1994 31