Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 8
„Úthafsveiðiþjóðin Norðmenn of-
veiddi hér síld uppi í fjörusteinum ára-
tugum saman og gekk svo nærri
hvalastofnum að íslendingar settu lög
1916 til verndar þeim. Það var fyrsta
löggjöf í heimi um algjört hvalveiði-
bann og var svar við norskri
rányrkju."
þar sem heimsafli hefur dregist saman
meðan flotinn stækkar. íslendingar
hafa frá upphafi verið aðilar að kjarna-
hópi strandríkja á úthafsveiöiráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna. Norðmenn hafa
aldrei verið þar. Þeir báðu þar um inn-
göngu fyrir nokkrum vikum. Og þeir
mun ekki vera þar lengi því þeir eru að
ganga inn í EB og EB er einn helsti
talsmaður úthafsveiðiþjóða.
Við höfum átt hlut að því að móta
þær tillögur sem verða á dagskrá út-
hafsveiðiráðstefnunnar. Það er gert ráð
fyrir að ráðstefnunni ljúki á næsta ári
með gerð formlegs og bindandi al-
þjóðasamnings í framhaldi af Hafrétt-
arsáttmálanum sem tekur formlega
gildi nú 16. nóvember við hátíðlega at-
höfn á Jamaíka. Það má minna á að
við undirituöum sáttmálann fyrstir
þjóða 1982 og erum enn einir Evrópu-
þjóða sem það hafa gert. Norðmenn
hafa þar hvergi komið nærri. Við vor-
um í fremstu röð þeirra ríkja sem mót-
uðu hina nýju hugsun í hafrétti og
okkar fulltrúi Hans G. Andersen var
þar í fylkingarbrjósti. En við megum
aldrei gieyma því að við nutum sam-
starfs við framúrstefnuþjóðréttarfræð-
inga eins og t.d. Norðmanninn Jens
Evensen. Viö höfum hvergi horfið frá
stefnu strandríkja í okkar hugmyndum
heldur lagt á það áherslu að þau hafi
frumkvæðisrétt og beri ábyrgð á vernd-
un fiskistofna gagnvart hinu alþjóð-
lega samfélagi. í okkar tillögum er þó
hvergi gert ráð fyrir einhliða rétti
„Hvaö varðar rányrkju vil ég segja að
flestir fiskistofnar innan íslensku lög-
sögunnar eru í þolanlegu horfi nema
þorskurinn. Það er því ofmælt að ís-
lendingar hafi eyðilagt eigin fiskimið
með fyrirhyggjuleysi."
strandríkja utan eigin lögsögu líkt og
Norðmenn hafa tekið sér á Svalbarða-
svæðinu. Strandríkin verða að semja
við aðrar þjóðir um svæðisbundna
stjórnun á nýtingu stofna sem ganga
inn og út úr lögsögu."
Sögulegur réttur er ekki til
Við hverja á að semja um það og á
að byggja á sögulegum rétti?
„Hvergi í Hafréttarsáttmálanum er
minnst á sögulegan rétt og hugtakið
finnst þar hvergi og var þó grundvall-
arhugtak í hinum gamla þjóðarétti,
sem mótaðist af breskri fallbyssubáta-
diplómatiu fyrr á tíð.
Nú er það svo að strandríkið mikla
Noregur byggir allt sitt á sögulegum
rétti. Samt hafa þeir lagt til að strand-
ríki hafi rétt til að handtaka skip á höf-
um úti sé uppi minnsti grunur um að
það hafi gerst brotlegt við veiðireglur.
Þessu hefur algjörlega verið hafnað
enda kemur það eins og skrattinn úr
sauðarleggnum að Norðmenn, þessi
mikla úthafsveiði- og siglingaþjóð,
skuli allt í einu vera kaþólskari en páf-
inn í þessu efni."
Þú gagnrýnir Norðmenn fyrir að hafa
ekki undirritað Hafréttarsáttmálann en
viljað samt komast í kjamahóp strand-
ríkja. íslendingar eru nýbúnir að skrifa
undir Svalbarðasamninginn frá 1920.
Er það ekki svipuð hentistefna og Norð-
menn beita?
„Hvað varðar Hafréttarsáttmálann
þá reyndust Norðmenn þegar á hólm-
„Það er óneitanlega gagnrýnivert að
íslensk stjórnvöld skyldu ekki bregð-
ast við á áttunda áratugnum þegar
Norðmenn færðu einhliða út lögsög-
una við Svalbarða. Um okkar undir-
skrift má segja að það sé betra seint
en aldrei."
inn kom vera meira olíuríki en sjávar-
útvegsþjóð. Þeir vildu ekki undirgang-
ast skuldbindingar um greiðslur í al-
þjóðlegan sjóð vegna nýtingar auð-
linda á hafsbotni.
Er það hentistefna að hafa gerst að-
ilar að Svalbarðasamningnum? Hann
varð til sem þáttur í friðarsamningum
eftir fyrra stríð þar sem eyjan var
einskismannsland. Noregi var falinn
fullveldisréttur yfir eyjunum en þessi
réttur skilmerkilega takmarkaður af 2.
grein um jafnan rétt aöildarríkja. Öll
aðildarríkin hafa jafnan rétt til lands-
nytja og fiskveiða á eyjaklasanum og
innan landhelgi og má ekki mismuna
þeim.
Það má spyrja þegar við lítum til
baka hvers vegna í ósköpunum við
gerðumst ekki aðilar fyrr. Við vorum
nýlenda þegar samningurinn er gerð-
ur. Það er óneitanlega gagnrýnivert að
íslensk stjórnvöld skyldu ekki bregðast
við á áttunda áratugnum þegar Norð-
menn færöu einhliða út lögsöguna við
Svalbarða. Um okkar undirskrift má
segja að það sé betra seint en aldrei."
Norðmenn hafa samið við þá sem
hafa ögrað þeim
Á livaða gmndvelli œtlum við íslend-
ingar að krefjast veiðiréttar á Sval-
barðasvœðinu?
„Á grundvelli samningsins sem viö
eigum aðild að og við eigum fullan
rétt á því að „húsvarðarþjóðin" Norð-
menn ræði við okkur sem fullgilda
8 ÆGIR SEPTEMBER 1994