Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 46

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 46
Uthafsveiðar Þaö hefur víst ekki farið fram hjá neinum íslendingi að hafnar eru veiðar í Barentshafinu í svokallaðri „Smugu" og einnig við Sval- barða og Bjarnarey. Miklar deilur hafa risið út af þessu, aðallega við Norðmenn en einnig við Rússa sem telja sig hafa hagsmuna að gæta. íslendingar hafa stundað þessar veiðar í áratugi, eða alltaf þegar illa hefur veiðst hér við land. Fiskifélagið hefur tekið saman upplýs- ingar um þessar veiðar og hefur þeim verið komið til stjórnvalda. Þá hafa þessari sögu víðar verið gerð nokk- ur skil, m.a. nú nýlega í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins, þann 4. sept. sl. Veiðar í þessari lotu hófust á síðasta ári og stóðu þá stuttan tíma, en eru nú hafnar aftur og þá af sýnu meiri krafti og þekkingu en áður, enda er árangurinn góður og þessar veiðar því ómetanlegt innleggg í þjóð- arbúið á samdráttartímum. Undirritaður skrifaöi for- ystugrein í septemberblað Ægis á síðasta ári og vakti þá athygli á að íslendingar sæktu með síauknum þunga á fjarlæg mið. Það væri liðin tíð að landhelgi okkar ís- lendinga væri svo stór að við þyrftum ekki að sækja út fyrir hana, eins og við héldum lengi vel á þeim árum sem við vorum að færa út fiskveiðilandhelgina í núverandi 200 sjómílur. En það þarf mikið til að koma vagninum af stað þó hann renni greitt þá hann 46 ÆGIR SEPTEMBER 1994 er einu sinni kominn á hreyfingu. Lítið var gert af hálfu stjórnvalda þrátt fyrir eindregnar óskir þeirra út- gerða sem þessar veiðar höfðu reynt. Þó var farið yfir Svalbarðasamkomulagið sem leiddi til þess að það var staðfest af íslands hálfu í lok síðasta árs. Lítið gerðist í málinu og mátti halda að stjórnvöld vildu sem minnst ÚRFÓRUM FISKIMÁLASTJÓRA af því vita og vonuðu að þessar veiðar féllu um sjálfar sig og yrðu að engu. Því fóru hlutirnir ekki að gerast fyrr en skipin voru komin norður í höf á ný í sumar og norsk herskip farin að sigla og skjóta á þau. Þá var rokið til vegna mikils þrýstings sjómanna og útvegsmanna og varðskip sent norðureftir sem aðstoðarskip jafnframt því aö málið var rætt af fullri alvöru milli ríkis- stjórna landanna. Þetta ásamt staðfestingu á Sval- barðasáttmálanum eru stærstu skrefin sem íslensk stjórnvöld hafa stigið í þess- ari deilu og eiga þau þakkir skildar fyrir það. Nú er hins vegar framundan erfið þraut samninga og ríður á að vel og skilmerkilega verði hald- iö á okkar málum í þeirri orrustu. En það eru víðar en í „Smugunni" stundaðar út- hafsveiðar og má nefna nærtæk dæmi eins og Reykjaneshrygg, „Flæmska hattinn" o.s.frv. íslendingar verða því að passa sig á að vera samkvæmir sjálfum sér, en láta ekki stundarhags- muni ryðja burt meiri hags- munum til lengri tíma og það er trú mín að uppá slíkt sé passað. Ábyrg stjórnun á auðlind eins og fiskinum í sjónum hlýtur að felast í sameiginlegri stjórnun á eðlilegri nýtingu auðlindar- innar í úthafinu en ekki ein- hliða ákvörðun eins ríkis. Það er vert að vekja at- hygli á hressilegu viðtali við utanríkisráðherra, Jón Bald- vin Hannibalsson, í þessu blaði, en þar eru öll helstu rök okkar íslendinga tínd til og því óþarfi að endurtaka þau hér. Þó vil ég benda á aö þar kemur fram að við ís- lendingar erum eina Evr- ópuþjóðin sem hefur viður- kennt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, þann sama og Norðmenn vitna sem mest i en hafa svo ekki einu sinni staðfest sjálfir vegna annarra og meiri hagsmuna en fiskveiða. Þá er einnig eðlilegt að nú þegar verði sett fram krafa um að efnt verði til nýrrar ráðstefnu um Sval- barða, þ.e. hverjir fari þar með lögsögu og hvernig eigi aö nýta þær auðlindir sem þar finnast. Þó slík krafa skapi þá hættu að önnur ríki, sem ekki hafa áður komið þar við sögu, láti á sér kræla er ekki eðlilegt að ein þjóð ráði þarna ríkjum í skjóli áralangrar afrækslu og afskiptaleysis annarra þjóða eins og Norðmenn virðast láta sig dreyma um. Norðmenn hafa sýnt það í gegnum árin að þeir eru harðir í viðskiptum og lunknir samningamenn, enda hefur það ekki gerst af sjálfu sér að meginþorri skipa í íslenska skipaflotan- um er smíðaður í Noregi og/eða búinn tækjum og vélum af norskri gerö. Því verðum við íslendingar að sýna þeim fulla hörku í komandi viðræðum um framtíð veiða á norðlægum slóðum. Bjami Kr. Grímsson Gunnvör kaupir af Hrönn Gunnvör hf. á ísa- firði hefur keypt hlut Hrannar hf. í íshúsfé- lagi ísfirðinga og á Gunnvör nú 98% í fyr- irtækinu. Nýtt skip Hrannarmanna, Guð- björg ÍS, sem kemur til landsins um mánaða- mótin september-októ- ber, mun ekki leggja upp hjá íshúsfélaginu og við þetta missir frystihúsið um 40% af hráefninu sem það byggir vinnslu sína á. (Bœjaríns besta, september 1994)

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.