Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1994, Side 42

Ægir - 01.09.1994, Side 42
Unnið er ab rannsóknum á saltfiski. Einkum er verið að bera saman fisk sem er saltaður með hefðbundinni aðferð annarsvegar og sprautusaltaðan fisk hinsvegar með tilliti til gæða, nýtingar og fleiri þátta. Dauðastirðnun er vandamál í fiskvinnslu sem rannsakab hefur verið á efnafræðideildinni. Stirðnun veldur verri nýt- ingu og ýmsum erfiðleikum í vinnslu til sjós og rannsókn- irnar miða að því að leysa þessi vandamál. Enn eitt verkefni sem deildin vinnur ab er að rannsaka myndun DMA í frystum fiski. Komi þetta efni saman við nítröt í öðrum fæðutegundum getur myndast DMNA í maga neytandans en það er krabbameinsvaldandi efni. Sýnt er að of hátt hitastig og hitasveiflur í frystigeymslum valda mestu um myndun DMA í frystum fiski. „Með aukinni þátttöku íslands í erlendu samstarfi opnast fleiri möguleikar á erlendu fjármagni til rannsókna og inn- lendum styrkjum. Þannig gætum við stundað fræðilegar rannsóknir sem taka langan tíma en eru nauðsynlegar til þess ab mynda fræðilegt bakland stofnunarinnar. Besta af- mælisgjöf Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins væri aukinn skilningur stjórnvalda og fyrirtækja á gildi slíkra rann- sókna," sagði Jónas að lokum. Sigurjón Arason forstöðumaður tæknideildar BÆTT NÝTING SKILAR MILLJÓNUM Á tæknideild Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins vinna 6 starfsmenn, fimm verkfræðingar og einn matvælafræðing- ur. Deildarstjóri er Sigurjón Arason. Meðal helstu verkefna deildarinnar að undanförnu má nefna bætta nýtingu, aukna nýtingu aukaafurba, nýja fisk- vinnsluferla og vannýttar fisktegundir. Bætt meðferð á ferskfiski hefur verið meðal brýnna verkefna tæknideildar og hugað hefur verið að vinnslutækni, rýnt í frystingu, tví- frystingu og fleira. „Vib erum í mjög miklum tengslum við fiskiðnaðinn vegna verksviðs okkar." Eitt af sérstæðari verkefnum tæknideildar í samvinnu vib sjávarútvegsráðuneytið er rekstur aflakaupabanka. Það er verkefni sem snýst um ab kaupa vannýttar fisktegundir af sjómönnum og tryggja þeim lágmarksverð. Fiskurinn er síð- an geymdur heilfrystur og tilbúinn til vinnslu þegar mark- aðurinn vill. Veitingahús sem sérhæfa sig í sjávarréttum eru meðal dyggustu viðskiptavina aflakaupabankans sem er ólíkur öðrum bönkum að því leyti að hann vill helst engar innistæöur eiga. Sigurjón Arason: „Á næstu árum er brýnast að vinna að rannsóknum í gæðamálum. Upplýsingatækni, bylting í flutningatækni og auknar kröfur markaðarins um rekjan- leika vörunnar verða ofarlega á baugi." „Um leib og aðilar bjóöa hærra verð en það lágmarksverð sem við tryggjum þá er okkar hlutverki lokið og við komum á beinum viðskiptum milli kaupenda og seljenda," segir Sig- urjón. Meðal tegunda sem aflakaupabankinn hefur komið á viðskiptum með má nefna gulllax, gaddaskötu, ýmsar kola- tegundir og háf en nýlega hófst vinnsla á háfi á Eyrarbakka og skipulegar veiðar á honum í tengslum við það. Sjald- gæfari tegundir eins og gjölnir, broddabakur, glerhaus og svartháfur bíða viðskiptavina í bankanum. Bankastjóri er Halldór Pétur Þorsteinsson sem segir í samtali við Ægi að tegundir komi og fari en best sé að hafa bankann sem næst tóman. „í augnablikinu erum við einna mest aö hugsa um lang- hala og hvernig sé hægt að auka áhuga manna á að veiða hann og nýta. Meðal annarra þjóða eru stundaðar veiðar á langhala og gefast vel. Hann er í talsverðu magni fyrir aust- an land. Okkur finnst þetta spennandi verkefni," segir Hall- dór Pétur. Er tæknideildin nægilega vel í stakk búin til að sinna hlutverki sínu? „Mér finnst við búa illa að fiskiðnaðinum, okkar mikil- vægasta iðnaöi, í þessu tilviki," segir Sigurjón. „Okkar hlut- verk ætti að vera í fararbroddi fyrir helstu nýjungum á þessu sviði en samanborið við nágrannalöndin stöndum við okkur illa. Til dæmis vatnar hér aðstöðu til ab stilla upp og prófa nýjar vinnsluleiðir Það er einkennilegt að ekki skuli vera til hér sérstakur þróunarrannsóknasjóður fyrir fiskiönaðinn eins og land- búnabinn og iðnaðinn." Tæknideild Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins hefur verið til í 20 ár. Verkefnin hafa verið margvísleg gegnum árin en hvað stendur upp úr að mati Sigurjóns? „Loðnuhrognafrystingin er í rauninni afkvæmi þessarar deildar. Það sama má segja um þurrkun á þorskhausum. Við 42 ÆGIR SEPTEMBER 1994

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.