Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 34
tilheyrir A-hluta fjárlaga. Þar eru ab jafnaði stofnanir sem
reknar eru alfarið að kostnað ríkisins og treysta ekki á sér-
tekjur. Þessu er ekki þannig farið um Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins sem hefur í vaxandi mæli hin síðari ár sótt
sértekjur út á markaöinn í formi gjalda fyrir veitta þjónustu.
Sértekjur stofnunarinnar uxu úr 40% af heildartekjum 1985
í um 57% 1993. Hæst varb hlutfall sértekna árið 1990 þegar
þær námu 60%. Á fjögurra ára tímabili frá 1988 til 1992
hækkuðu sértekjur úr 59 milljónum í 104, framlag ríkisins
minnkaði úr 90 milljónum í 75.
Rekstrarumhverfi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins
hefur enn breyst með tilkomu samkeppnisaðila á svibi
rannsókna. Sjálfstæöar rannsóknastofur bjóða þjónustu sína
á sama markaði og Rannsóknastofnunin. Engin lög skylda
lengur stofnunina til þess að sinna neinu eftirlitshlutverki í
fiskiðnaði. Þessar breytingar geta haft og hafa þegar haft
nokkur áhrif á rekstur Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins
en of snemmt er að segja til um hve mikil þau áhrif verða
og til hvaða breytinga þau leiöa.
Grímur Valdimarsson
forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins
SJÁLFSTÆÐAR RANN-
SÓKNIR ERU FJÖREGGIÐ
„í dag eru 60% af starfsemi stofnunarinnar fjármögnuð
af utanaðkomandi aðilum, sjóðum og fyrirtækjum sem hafa
mikið um verkefnaval ab segja. Þetta eru auk Rannsókna-
sjóðs, Norræni iðnaðarsjóðurinn, norræna ráðherranefndin
og Evrópusambandib," sagði Grímur Valdimarsson forstjóri
Rannsóknastofnunar fiskibnaðarins i samtali vib Ægi í til-
efni af 60 ára afmælis stofnunarinnar.
Frá árinu 1988 hefur hlutfall beins ríkisframlags til
stofnunarinnar lækkað. Er þetta markviss stefna af hálfu
hins opinbera?
„Já. Þetta er sniðið ab erlendri fyrirmynd. Ríkið leggur til
ákveðið grunnfjármagn en þess utan verður stofnunin að
keppa um styrki úr sjóðum. Það fer svo eftir gæðum um-
sókna og verkefna hvernig til tekst.
í flestum tilfellum er það skilyrði að fyrirtæki taki þátt í
þessum verkefnum. Þetta er ab mörgu leyti af hinu góba en
þýðir að sérfræðingar þurfa að laga rannsóknir sínar að
áherslum sjóba og fyrirtækja. Þau verkefni sem við höfum
sérstakan áhuga á eru háð því að einhver finnist sem vill
styrkja þau."
Frá og meb síðustu áramótum eru engin lög eða reglu-
gerðir sem skylda neinn til þess að nýta þjónustu Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins. Þetta segist Grímur vera
Grímur Valdimarsson: „Það er ekki okkar hlutverk að
standa í samkeppni á frjálsum markaði heldur sinna rann-
sóknum sem í framtíðinni verða unnar i náinni samvinnu
við fagfólk fyrirtækjanna. Okkar hlutverk er að vera sér-
fræðingarfyrir það og leysa erfiðustu verkefnin með þeim.“
mjög ánægður með því hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og
fremst á sviði rannsókna og ráðgjafar en ekki eftirlits.
Hefur Rannsóknastofnunin staðið sig vel í samkeppni við
aðrar ríkisstofnanir um framlög til rannsókna?
„Fyrir síðustu úthlutun Rannsóknasjóðs sóttum við um
styrk til 33 verkefna í samvinnu við ýmsa aðila. Þetta voru
verkefni af ólíkum toga, allt frá notkun lyktarnema,
vinnsluferli kúfisks og gjafavöru úr fiski til Japans. Af þess-
um verkefnum fengum við 18 samþykkt. Þeirrar ánægju-
legu þróunar verður vart að fyrirtæki hafa í vaxandi mæli
átt frumkvæbi ab því að sækja um verkefni með okkur."
Geta íslendingar sótt fé til rannsókna til Evrópu sam-
kvæmt EES samningnum og hvernig er staðiö að þvi?
Við erum orðnir aðilar að 5 verkefnum meb Evrópusam-
bandinu. Það er flókið mál og snúið að sækja um styrk úr
sjóðum sambandsins á réttan hátt. Það er að jafnaði talið að
1 af hverjum 10-12 umsóknum fái jákvæða meðhöndlun.
Auk þessa höfum við staöið í stórauknu erlendu samstarfi
síban 1985."
í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa með aukinni sam-
keppni á því sviði sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
starfar á, er hægt ab segja að rekstrargrundvöllur stofnunar-
innar sé tryggur?
„Hún gerir það svo framarlega að sérfræðingar okkar
standi sig og fái styrk til starfa. Það sem er erfitt í þessu er
ab halda samfellu í starfseminni. Það getur tekið mörg ár að
byggja upp þekkingu á tilteknum sviðum sem síðan nýtist í
þágu fyrirtækanna.
Við fáum oft uppástungur um að stökkva á hinn eða
þennan vagninn, hefja tilraunaframleiðslu á þessu eða hinu
sem nú er spurn eftir. En það getur tekið meira en ár að
þróa vinnsluaðferöir. Við viljum hafa sveiflurnar hægari.
Meö þessari sjóðafjármögnun verða stundum gloppur í
verkefnum því sjóðir miða sitt framlag við fastar upphæðir
34 ÆGIR SEPTEMBER 1994