Ægir - 01.09.1994, Side 35
byggðar á upphaflegum áætlunum. Viö vinnum hinsvegar
oft eftir áætlunum sem eru háðar ótal óvissuþáttum bæði
líffræðilegum og markaðslegum. Ég fullyrði að það sé erfið-
ara að gera áætlun um flókið rannsóknarverkefni í fiskiðn-
aði heldur en að byggja ráðhús og fá hana til að standast."
í ljósi þess hve sá iðnaður sem Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins er bakhjarl fyrir, þ.e. fiskiðnaðurinn, er þjóðinni
mikilvægur er þá rétt af háifu hins opinbera að láta hana
standa svo mikið á eigin fótum sem raun ber vitni?
„í sjálfu sér er þaö mjög gott. Þessi vinnubrögð krefjast
ögunar og halda mönnum við efnið. Hitt er svo annað mál
að við höfum ekki nógu mikið svigrúm til þess að leyfa vís-
indamönnum okkar að grúska sjálfir. Flest okkar verkefni
miða að því aö koma nýjungum í framleiðslu innan nokk-
urra ára. Mér finnst við vera farin að vanrækja dálítið okkar
fræðilega grunn. Þó reynum við að sinna fræðilegum
verkefnum og í því skyni voru stofnaðar tvær sameiginlegar
stöður við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á að mínu viti að sinna
fjórum meginþáttum. Einn er eigin rannsóknir, annar er
rannsóknir og þróunarverkefni með fyrirtækjum, þriðji er
þjónusta við fyrirtæki sem er stærsti þátturinn í okkar starf-
semi í dag, fjórði þátturinn er fræðsla og miðlun upplýs-
inga."
Með auknu samstarfi við Evrópuþjóðir er þá hægt að
reikna með auknum fjárframlögum úr evrópskum sjóðum
til vísindarannsókna?
„Ég vona það. Margir virðast þó halda að þarna sé um
auöfengna peninga að ræða. Þetta er miku haröara kerfi en
það norræna sem viö erum vanir að skipta við og starfar eft-
ir ósveigjanlegri reglum en við erum vanir.
Reglan hjá Evrópusambandinu er sú að enginn er tekinn
með í rannsóknarverkefni nema hann hafi eitthvað til mál-
anna að leggja. Þarna er komin önnur ástæða fyrir því að
við megum ekki vanrækja eigin fræðilegar rannsóknir. Við
verðum að vera gjaldgengir í þessu samstarfi.
Við höfum orð á okkur fyrir að vera sterkir í fiski og því
sem lýtur að honum. A því sviði eigum við að framleiða
nýja þekkingu og flytja hana út."
Eru margir möguleikar til samsrarfs við Evrópuþjóðirnar
á þessum sviðum?
„Já vissulega, en við þurfum að læra að takmarka okkur.
íslendingar hafa enga möguleika á aö nýta sér allt það sem
býðst. Við þurfum aö velja vandlega og hafna. Við þurfum
að meta kalt hvernig við högnumst á samstarfinu og velja
þab."
Eru mörg dæmi um aö það hugvit sem býr innan veggja
Rf. verði að verðmætri útflutningsvöru?
„Það er alltaf að gerast. Hugmyndir kvikna í samstarfi við
aðra og erfitt að greina að leiðarlokum hver nákvæmlega
átti heiburinn af öllu saman. Sem dæmi ná nefna
gaspökkun, tandurfisk, ígulkerjahrogn svo að nokkuð sé
nefnt. Rannsóknastofnunin átti drjúgan þátt í að kynna
þessar tækninýjungar fyrir þeim sem síðan fluttu það út.
Við veitum fé inn í landið með samstarfi við erlenda að-
ila sem veita fé til verkefna sem unnin eru hér heima."
Þú minntist áðan á að eigin rannsóknum væri tæplega
nógu mikill gaumur gefinn. Er í ljósi þess ástæða til þess ab
óttast atgervisflótta á sviði vísindarannsókna?
„Já ég held að þab sé töluverð hætta á því. Ef við getum
ekki boðið nægilega góða starfsaðstööu og kjör þá fara
menn annað.
Héðan hefur svo orðið jákvæður atgervisflótti því nú
starfa úti í fiskiðnaðinum fjölmargir sérfræðingar og vís-
indamenn sem vinna í þágu ýmissa samtaka eða fyrirtækja
ef ekki á eigin vegum. Flestir hafa haft viðkomu hér annað
hvort sem starfsmenn eða nemendur því við kennum
talsvert fyrir Háskólann.
Eg lít á að það sem eitt að hlutverkum þessarar stofnunar
sé einmitt þetta.
Mín skoðun er sú að Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins sé
í nútíð og framtíð nauðsynlegur tengiliður milli þeirra
grunnrannsókna sem stundaðar eru í háskólum og þeirra
sem vinna í fiskiðnaðinum. Við eigum að tengja saman
þessa tvo heima, fiskinn, afurðirnar og bókina.
Það er ekki okkar hlutverk að standa í samkeppni á frjáls-
um markaöi heldur sinna rannsóknum sem í framtíöinni
verða unnar í náinni samvinnu við fagfólk fyrirtækjanna.
Okkar hlutverk er að vera sérfræðingar fyrir það og leysa
erfiðustu verkefnin með þeim. Þess vegna verðum við aö
Sendum stjórn og starfsfólki
Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins árnaðaróskir
í tilefni
60 ára afmœlisins
um leið og við þökkum
fyrir samstarfið
á liðnum árum.
SÖLUSAMBAND ÍSLENSKRA FlSKFRAMLEIÐENDA HF
Aðaltlrcli 6 Pónhólf 135 121 Reykjivík Sfmi 91- 114(0 Fa« 91-623623
ÆGIR SEPTEMBER 1994 35