Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 38
Guðmundur Stefánsson 1
a.
forstöðumaður vinnslu- og vöruþróunardeildar |
AÐ AUKA VERÐMÆTI ?
MEÐ VÖRUÞRÓUN
Árið 1987 var afmörkuð sérstök deild innan Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins sem heitir vinnslu- og vöruþróun-
ardeild. Þar vinna 6 matvælafræðingar, 1 lífefnafræðingur,
1 efnaverkfræðingur ásamt 1 rannsóknamanni. Dr. Guð-
mundur Stefánsson matvælafræðingur veitir deildinni for-
stöðu.
„Eins og menntun okkar gefur tilefni til þá er mikil
áhersla á matvælarannsóknir í starfsemi deildarinnar og
hefur farið vaxandi á seinni árum. Á fyrstu árum deildar-
innar var mikil áhersla lögð á líftækni og unnið að ýmsum
rannsóknum á notkun ensíma (eða lífhvata) í fiskiðnaði.
Sumverkefni gengu vel en önnur ekki."
Meðal verkefna af þessu tagi sem tókust vel má nefna
fjarlægingu himnu á lifur og sundmaga og fjarlægingu robs
af tindaskötu með aðstoö ensíma. Fá verkefni eru nú í gangi
á þessu sviði og má þar helst nefna rannsóknir á saltsíld en
ensím eru talin eiga mikinn þátt við verkun síldarinnar. Al-
mennt má segja að fiskiðnaðurinn hafi ekki verið tilbúinn
til þess að tileinka sér líftækni í stórum stíl og í dag má
heita að Norðurtanginn á ísafiröi sé eitt fyrirtækja um slíkt.
Eitt stærsta verkefni deildarinnar á undanförnum árum
sem er nú ab verða útbreitt í greininni lýtur að auknu
geymsluþoli fiskflaka með loftskiptri pökkun.
„Það eru um 10 ár síöan vib Grímur Valdimarsson fórum
að rannsaka þetta svib," sagði Guðmundur í samtali við
Ægi. „Við vorum tilbúnir árib 1991 til þess að ráðleggja að-
ilum um bestu lausnir í þessu. Þegar EES kom svo til sög-
unnar varð sprenging í útflutningi fiskflaka í loftskiptum
umbúðum. Þá kom þekking á geymsluþoli fisks og fiskflaka
sér mjög vel.
Þetta er dæmi um hagnýtar grunnrannsóknir sem taka
langan tíma en eru mjög nauðsynlegar fyrir fiskiðnaðinn
þegar til lengri tíma er litið."
í dag er vöruþróun sá flokkur sem deildin leggur mesta
áherslu á, þó alltaf í samstarfi við fyrirtæki.
„Það þarf nokkra grunnþætti til að dæmið gangi upp.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er tæknistofnun. Við höf-
um þekkingu á líffræði, örverufræði, efnafræði, verkfræði,
skynmati og matvælafræði. Við þurfum samstarf við aðila
með þekkingu og reynslu á markaðnum og einhvern sem
hefur getu til að framleiða vöruna. Síðast en ekki síst þarf
fjármagn því vöruþróun frá hugmynd að nothæfri fram-
leiðsiu uppskrift getur tekið langan tíma. Þess vegna þurfa
samstarfsaðilar okkar að vera sterkir á sínu sviði. Annars er
líklegt að úthaldið skorti. Við vöruþróun hjá okkur hefur
fyrst og fremst verið horft á utanlandsmarkað, nánast ekk-
Guðmundur Stefánsson: „Þegar EES kom svo til sögunnar
varð sprenging í útflutningi fiskflaka í loftskiptum umbúð-
um. Þá kom þekking á geymsluþoli fisks og fiskflaka sér
mjög vel.“
ert á innanlandsmarkað. Þetta hefur gert okkur erfitt fyrir
því markaðurinn er fjarlægur og kostnaður og áhættan er
meiri."
Vinnslu- og vöruþróunardeild vinnur því flest sín stærstu
verkefni í samvinnu við eitt eða fleiri fyrirtæki í matvæla-
iðnaði og fiskvinnsiu. Frumkvæðið kemur einkum utan af
markaðnum en í einstaka tilvikum kvikna hugmyndirnar
innan veggja Rf. Guðmundur segir frá velheppnuðu dæmi.
„Eitt af því sem við höfum nokkra þekkingu á eru hrogn.
Innan veggja Rf. hefur verið unnið að margvíslegum verk-
efnum á því sviði um árabil. Á grundvelli þessa eigum við
auðvelt meb að benda á tækifæri á frekari fullvinnslu. Einn
möguleiki er varðandi grásleppuhrogn. íslendingar hafa
verið stórir í framleiðslu saltaðra grásleppuhrogna og grá-
sleppuhrognakavíars. Árið 1991 fluttum við t.d. út um 945
tonn af kavíar og höfðum tífaldað framleiðsluna á 10 árum.
Vinnslu- og vöruþróunardeild er að vinna að þróun í
samvinnu við Landssamband smábátaeigenda, E. Ólafsson
hf. og Bakkavör hf. að þróun nýrrar afurðar úr grásleppu-
hrognum. í ár verða framleidd um sex tonn af þessari vöru
og fyrir þau fæst tvöfalt hærra verð en áður þekkist. Þetta
getur verið vísir að öðru og meira."
Fyrirtæki innan fiskiðnaðarins hafa vaxandi skilning á
því að stöðugt verður að huga aö vöruþróun. Þannig mætti
nefna dæmi um Bakkavör hf. sem með vöruþróun á þorsk-
hrognum í samvinnu við Rf. náði að auka veltu sína um 50
milljónir á einu ári.
Vinnslu- og vöruþróunardeild rýnir í hrogn fleiri teg-
unda, s.s. rækju, loðnu laxa og ígulkerja, og alls taka
hrognaverkefni stóran hluta af rannsóknum deildarinnar.
Guðmundur segir að í framtíðinni blasi við mörg verkefni
á sviði framhaldsvinnslu sjávarafurða. Nefna mætti sam-
starf við íslenskt-franskt hf. um þróun á fiskpaté fyrir veit-
ingastaði og aðra heildsölumarkaði, rannsóknir á reyktum
afurðum og lútfiski.
38 ÆGIR SEPTEMBER 1994