Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 19
Karl Ágústsson, framkvæmdastjóri Baader á íslandi: „Þaö tekur
langan tíma að verða fær Baader-maður.“
Nokkur dæmi munu vera um aö menn
hafi sótt Baader-námskeið og lokiö
þeim án þess aö hafa starfsreynslu við
vélarnar sjálfar.
Karl Ágústsson framkvæmdastjóri
Baader á íslandi sagði í samtali viö Ægi
að lausleg könnun leiddi í ljós aö langt
á annað þúsund manns heföu sótt
Baader-námskeið í gegnum árin en
sennilega væru innan við 100 Baader-
menn starfandi nú. „Menn verða ekki
sjálfkrafa færir á vélarnar af einu nám-
skeiði. Við höfðum lengi þá reglu að
við tókum ekki menn á námskeið
nema þeir hefðu unnið lengi við vél-
arnar. Það tekur langan tíma að verða
fær Baader-maður og margir þeirra
hafa vélvirkjapróf eða vélstjórapróf en
margir hafa lært af reynslunni og
standa sig mjög vel. Það út af fyrir sig
að fara á námskeið er ekki nóg. Okkar
eigin menn hafa flestir langt nám og
áratuga reynslu að baki," sagði Karl.
Baader-umboðið hefur ekki réttindi
til þess að veita mönnum próf eða
starfsréttindi sem myndu tryggja þeim
forgang aö starfi og tryggja að þeir
væru starfi sínu vaxnir. Hið opinbera
hefur, að sögn Karls, ekki viljað taka
neinn þátt í því að koma réttindanámi
af þessu tagi inn í skólakerfið vegna
þess að Baader er talið vera í einokun-
araðstöðu á markaðnum.
„Margir gera sér ekki grein fyrir því
hve markaðurinn er lítill. Baader 189
flökunarvélin, sem margir þekkja og
var framleidd í meira en áratug, var
t.d. aldrei seld úr verksmiðjunni nema
í tæplega 500 eintökum."
Karl gagnrýnir hve illa hiö opin-
bera sinnir Fiskvinnslukólanum sem
hann segir vera í fjársvelti og utan-
garðs í kerfinu. Vegna þess og marg-
þættrar óvissu um réttindi og kjör
Baader-manna er óvíst um framtíð
námskeiðanna og alls óvíst að þeim
verði haldið áfram. Verði framhald á
þeim verður það ekki með sama sniði
og verið hefur. □
SAMÁBYRGÐ ÍSLANDS Á FISKISKIPUM
LÁGMÚLA 9,128 Reykjavík. Pósthólf 8320
Sími 681400, Telefax 814645, Samins IS.
SAMÁBYRGDIN tekst á hendur eftirfarandi:
Fyrir útgerðarmenn: Skipatryggingar, Ábyrgðartryggingarútgerðarmanna, Slysa-
tryggingar sjómanna, Farangurstryggingar skipshafna, Afla- og veiðarfæratryggingar,
Endurtryggingar fiskiskipa undir 100 rúmlestum.
Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftirtaldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsynlegar upplýsingar varð-
andi tryggingar þessar og taka á móti tryggingarbeiðnum:
• Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta, Reykjavík • Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri
• Bátatrygging Breiðafjarðar, Stykkishólmi • Skipatrygging Austfjarða, Höfn Hornafirði
• Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga, ísafirði • Vélbátatrygging Reykjaness, Keflavík.
ÆGIR SEPTEMBER 1994 19