Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 24

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 24
Sérhæfðar fiskvinnsluvélar Með auknum samdrætti í fiskafla hafa augu manna í ríkara mæli opnast fyrir nauðsyn þess að nýta betur það sem kemur úr sjónum. Við Hvaleyrar- braut 2 í Hafnarfirði er lítið fyrirtæki sem framleiðir sérhæfðar fiskvinnslu- vélar sem sinna einmitt þessu hlut- verki. Það heitir Á. M. Sigurðsson og þar eru framleiddar Mesa fiskvinnslu- vélar sem margir kannast orðið við enda hafa þegar verið seldar 90 vélar innanlands og utan. Árni M. Sigurðs- son eigandi fyrirtækisins hefur starfað að sérhæfðri framleiðslu sinna eigin uppfinninga frá árinu 1986. Nýlega yrðu þau þáttaskil í sögu fyrirtækisins að það flutti úr þröngum bílskúr og í rýmra atvinnuhúsnæöi í Hafnarfirði. Þar eru vélarnar smíðaðar og settar saman og rafmótorarnir í rauninni einu hlutarnir sem eru keyptir til smíðanna. Sonur Árna, Sigurður Örn, er eini starfsmaðurinn auk hans og saman anna þeir ekki eftirspurn eftir framleiðslu sinni. En hver er hún ná- kvæmlega? Fjórar gerðir af vélum „Við framleiðum fjórar gerðir af fiskvinnsluvélum. Þær sinna hver sínu hlutverki. Mesa 850 tekur þorskhryggi eftir flökun og sker sundmaga og þunnildi frá, skefur fiskholdið sem sit- ur eftir við hrygginn af. Afurðin verður nokkurs konar þorsklund. Þunnur strimill sem hægt er að vinna á marga vegu. Portúgalir vilja hann t.d. upp úr salti. Sundmagarnir eru sérstök afurð og svo þunnildin. Vélin hefur mjög auðveldlega við öðrum vélum í vinnslurás því hún er með stiglausri hraðastillingu," sagði Árni. „Mesa 300 er kolaskurðarvél sem hentar markaðnum mjög vel. Með vél- inni eru rafabeltin skorin af, fiskurinn hausaður og sporðurinn skorinn af. Tveir hjólhnífar draga fiskinn gegnum skurðinn eftir því sem starfsmaður stýrir fiskinum. Með Mesa 300 vélinni opnast leið til að auðvelda og flýta snyrtingu þorsk- og ufsaflaka. Með lítilsháttar breytingum er hægt aö nota vélina til flakasnyrtingar á saltflökum sem spar- ar mikinn tíma og vinnuafl í vinnsl- unni. Auðvelt er fyrir verkendur í hefðbundinni flakasöltun aö sleppa snyrtingu fyrir söltun og snyrta flökin beint upp úr salti." Að rífa þorskhausa Mesa 950 er svokölluð fésvél sem sker þorskhausa niður í einingar. Þorskhausinn getur verið tæpur þriðj- ungur af þyngd fisksins og í honum leynast ýmsar sérafurðir. Vélin rífur Árni M. Sigurðsson og Sigurður Örn Árnason við flakasnyrtivél sem þeir framleiða. tálknin úr, klýfur hausinn og sker krummann úr og skilar kinnunum samföstum ásamt gellunni. Þetta er kallað fés og þykir ljúffengt upp úr salti. Náskyld þessari er önnur vél, Mesa 900, sem er einnig vinnsluvél fyrir þorskhausa og sker gellur, kinnar og klumbur úr hausnum og skilar þeim og afskurðinum í aðskildum rennum frá sér. Kinnar og gellur eru velþekktur sælkeramatur hérlendis og víða erlendis er rannsóknir standa nú yfir á hvernig berst muni að markaðs- setja afurðirnar. Árni er með einkaleyfi á Mesa 850 og 900. Að baki þeim liggur margra ára þróunarvinna og tilraunastarfsemi sem hefur kostað mikið fé og ómælda vinnu. Hann segir engar sérstakar ástæður liggja aö baki því að hann sneri sér að því að hanna og smíða sér- hæfðar fiskvinnsluvélar. Hann var um árabili viðloðandi vélvirkjun og sjó- mennsku og kynntist þar þörfinni fyrir vélar eins og þær sem hann framleiðir ídag. Rannsóknarráð ríkisins styrkti fram- leiðslu og hönnun Mesa 900 nokkuð en þróun og hönnun hennar var, að sögn Árna, mjög kostnaðarsöm. Hverjir kaupa Hefur fiskiðnaðurinn tekið þessum vélum opnum örmum og er nægur markaður fyrir aukaafurðir eins og þessar? „Við höfum selt bæði innanlands og utan, til Kanada, Nýfundalands, Englands, Nýja-Sjálands, Rússlands, Noregs og víðar. Vonandi verður eitt- hvað framhald á því. Þessar vélar eru að verða býsna vel þekktar hér innan- lands. Nýjungar eins og þessar spyrjast fljótt út og framleiðendur fylgjast vel með þeim." Árni hefur kannað nýtingu vélanna sem hann framleiöir, bæði á smíðastað og hjá kaupendunum. Hann segir að nýtingin sé misgóð eftir landshlutum, stærð fisksins og árstímum. „Það er erfitt að fullyrða um hver nýtingin sé að jafnaði yfir línuna. Fisk- urinn er misstór og misfeitur. Það ligg- ur við að við þurfum að vita hvert vél- in á aö fara áður en við getum fullyrt um væntanlega nýtingu." Mun fyrirtækinu vaxa fiskur um hrygg á næstu árum og setja fleiri upp- finningar á markaðinn? „Við sinnum fyrst og fremst eftir- spurn eins og er og höfum varla und- an. Þetta átti aldrei að verða mikið meira en að fjölskyldan hefði vinnu af þessu. Það eru mörg fleiri tækifæri til þess að nýta betur þann afla sem berst aö landi og tíminn verður bara að leiða í ljós hvernig við sinnum því." O 24 ÆGIR SEPTEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.