Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 33

Ægir - 01.09.1994, Blaðsíða 33
Upphaf efnarannsókna á íslandi má rekja aftur til þess þegar Efnarannsókn- arstofa ríkisins tók starfa árið 1906 en sú stofnun sinnti lítið sjálfstæðum rannsóknum fyrir fiskiðnaðinn. Ýmsar gagnlegar rannsóknir voru stundaðar í síldarverksmiðjum hérlendis á árunum 1920-1930. Upphaf rannsókna á sviði örverufræða á þessu sviði eru rann- sóknir Gísla Guðmundssonar á vatni úr Tjörninni 1921 og Sigurðar H. Pét- urssonar á jarðslaga í saltfiski 1932-33. Rannsóknastofa Fiskiféiags íslands starfaði í 31 ár eða allt til ársins 1965 þegar lög voru sett um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Þá var Rann- sóknastofnun fiskiðnað- arins stofnuð og tók hún við störfum og eig- um Rannsóknastofu Fiskifélagsins. Dr. Þórður Þorbjarn- arson gegndi starfi for- stjóra til dauðadags árið 1974. Þá tók dr. Björn Dagbjartsson við stöðu forstjóra sem hann gegndi til 1986 þegar dr. Grímur Valdimarsson tók viö starfi forstjóra sem hann gegnir enn. ■ Deildaskipting stofn- unarinnar hófst 1961 þegar gerladeild at- vinnudeildar Háskólans var sameinuð Rann- sóknastofu Fiskifélagsins og uppfrá því störfuðu tvær deildir innan vé- banda hennar, efnafræðideild og gerladeild. Gerladeildin hafði um þá þegar um skeið starfað í húsinu við Skúlagötu 4 sem var í byggingu á þess- um tíma. í dag skiptist starfsemin í almenna efnafræðideild, snefilefnadeild, vinnslu- og vöruþróunardeild, örveru- deild, tæknideild og tölvusvið. Auk þess rekur stofnunin fjögur útibú á landsbyggðinni. Þrjú þeirra, á ísafirði, Akureyri og Neskaupsstað, eru í eigu Rf. en útibúið í Vestmannaeyjum er í eigu fiskvinnslufyrirtækjanna á staðn- um en daglegur rekstur er í umsjá Rf. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur nána samvinnu við Háskóla ís- lands samkvæmt samkomulagi frá 1989 um kennslu- og rannsóknaað- stöðu í matvælafræöi á stofnuninni. Með þessu komst samstarf þessara tveggja stofnana í fastar skorður en starfsmenn Rf. hafa um langt árabil kennt viö Háskólann og nemendur þaöan starfað hjá Rf. Einkum er þab á sviði matvælafræði, efnafræði og véla- verkfræbi sem samvinna hefur verið mikil. Samstarfið efldist mjög 1991 þegar samstarfsverkefni um vinnslu- eiginleika próteina var hrint af stokk- unum, 1992 var gerður samningur við Háskólann á Akureyri og ráðnir 2 sér- Fram til 1965 var Rannsóknastofa Fiskifélagsins til húsa á neðstu hæð húsakynna Fiskifélagsins í Höfn við Ingóifsstræti en þegar Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins varð til árið 1965 flutti hún í núverandi húsnæði að Skúlagötu 4. fræðingar sem starfa jafnt að kennslu og rannsóknum. Rannsóknastofnunin rekur sérhæft bókasafn sem er náma fróðleiks og gagna á sviði vísinda af þessu tagi. Bókasafnið er rekið í samvinnu við Hafrannsóknastofnun. Rannsóknastofnunin hefur eðli málsins samkvæmt mikið og náið sam- starf við fiskiðnaðinn og útgerðina í Iandinu sem hefur staðið frá fyrstu árum stofnunarinnar. Einatt hefur þetta samstarf getið af sér merkar nýj- ungar og þannig hófust t.d. karfaveib- ar 1935 fyrir forgöngu Rannsóknastofu Fiskifélagsins og einnig átti stofnunin frumkvæði að því að loðnuveiðar hófust 1958. Framlag og frumkvæði Rf. í lýsisvinnslu og grunnrannsókn- um á því sviði er mjög mikið. Samstarfið við fiskiðnaöinn hefur einkennst af framþróun og rannsókn- um á þeim verkefnum sem brýnust hafa þótt á hverjum tíma. Nægir að nefna rannsóknir á nýtingu síldarsoðs 1940-50, rannsóknir á nýtingu slógs til mjöl- og fóðurframleiðslu, rannsóknir á sviði líf- tækni á síðustu árum og stórauknar mengunar- mælingar. Hér verba ekki raktar frekar helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið á vegum Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins á 60 ára starfsferli. Til þess ab gera því sæmandi skil þyrfti heila bók. Óhætt er ab fullyrða að stofn- unin hefur verið ís- lenskum fiskiðnaði sá vísindalegi bakhjarl sem nauðsynlegur er og hef- ur átt sinn þátt í því að skipa íslend- ingum í fremstu röð fiskveiðiþjóða í heiminum. Árið 1985 var stofnaður Rannsókna- sjóður Rannsóknaráðs ríkisins sem varð mjög þýðingarmikill fyrir Rf. því síðan hafa verkefni í stórauknum mæli verið fjármögnuö af sjóðum. Á síðustu árum hefur erlent samstarf á sviði rannsókna verið aukið og stofnunin á þátt í stöðugt fleiri verkefnum í sam- starfi við aðrar þjóðir. Þessi verkefni eru í auknum mæli fjármögnuö úr al- þjóðlegum sjóðum eftir því sem þátt- taka Islands í alþjóðlegu samstarfi vex og fleiri möguleikar á þessum sviðum verða til. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins ÆGIR SEPTEMBER 1994 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.